Sýndarlýðræði í hverfiskosningum Valgerður Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:30 Núna hafa staðið yfir kosningar hjá Reykjavíkurborg þar sem fólk getur kosið um verkefni sem það vill sjá fjármögnuð í sínu hverfi. Það eru þó stórir gallar á þessum kosningum þar sem þar inni er að finna verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt og fjármögnuð. Íbúar í Grafarvogi hafa 59 milljónir til þess að deila niður á 25 hugmyndir. Ef allar þessar 25 hugmyndir verða framkvæmdar þá myndi það kosta 250 milljónir. Þessar 59 milljónir eru því ekki að fara að dekka nema örlítið brot af þeim óskum sem íbúar Grafarvogs hafa sett inn í þessar kosningar. Það sem vekur furðu þegar þessi verkefni eru skoðuð er að þarna inni er verkefni upp á 35 milljónir sem þegar hefur verið samþykkt að fara í og eru að fullu fjármögnuð. Þetta á við um salernisaðstöðu við Gufunesbæ og hundagerði. Furðulegt sýndarlýðræði er því hér í gangi, hjá meirihluta sem kennir sig við góða stjórnsýslu.Viðhaldsverkefni eiga ekki heima í hverfiskosningum Þarna eru svo verkefni sem myndu hjá flestum okkar flokkast sem viðhaldsverkefni. Það á ekki að þurfa að kjósa um að laga göngustíga og malbika. Þetta eru viðhaldsverkefni sem ekki eiga að keppa við ærslabelg eða púttvöll um fjármögnun. Hvernig verkefni skiptast á milli hverfa er síðan ákaflega undarlegt, þar sem Bryggjuhverfið fær til dæmis ekkert. Þar er ekkert verkefni sem fólk getur kosið um. Ekki hefur því verið passað upp á jafnræði innan hverfanna. Leggja niður hverfiskosningar og færa peninganna til íbúaráðanna Núna nýverið tóku íbúaráð aftur til starfa, þau hafa ekki verið virk eftir kosningar. Mikið hefur verið talað um að valdefla íbúa Reykjavíkurborgar. Færa meira vald út til hverfanna. Hér er kjörið tækifæri til að færa meira vald til hverfanna. Það ætti því að leggja þessar kosningar niður og færa ráðstöfunarferlið alfarið til hverfisráðanna. Þar með erum við að færa meira vald beint út í hverfin. Miðað við hversu illa hefur gengið að skipuleggja þessar einföldu kosningar og þar sem greinilega er skortur á yfirsýn yfir hvað nú þegar hefur verið samþykkt og sett í ferli hjá Reykjavíkurborg er eðlilegast að íbúaráð hafi yfirumsjón með þessum fjármunum þar sem þau hafa mun betri yfirsýn yfir það sem er verið að gera eða þarf að gera innan hverfanna. Almenn viðhaldsverkefni eiga síðan ekki heima í þessum kosningum enda ættu slík verkefni ávalt að vera á forræði borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Núna hafa staðið yfir kosningar hjá Reykjavíkurborg þar sem fólk getur kosið um verkefni sem það vill sjá fjármögnuð í sínu hverfi. Það eru þó stórir gallar á þessum kosningum þar sem þar inni er að finna verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt og fjármögnuð. Íbúar í Grafarvogi hafa 59 milljónir til þess að deila niður á 25 hugmyndir. Ef allar þessar 25 hugmyndir verða framkvæmdar þá myndi það kosta 250 milljónir. Þessar 59 milljónir eru því ekki að fara að dekka nema örlítið brot af þeim óskum sem íbúar Grafarvogs hafa sett inn í þessar kosningar. Það sem vekur furðu þegar þessi verkefni eru skoðuð er að þarna inni er verkefni upp á 35 milljónir sem þegar hefur verið samþykkt að fara í og eru að fullu fjármögnuð. Þetta á við um salernisaðstöðu við Gufunesbæ og hundagerði. Furðulegt sýndarlýðræði er því hér í gangi, hjá meirihluta sem kennir sig við góða stjórnsýslu.Viðhaldsverkefni eiga ekki heima í hverfiskosningum Þarna eru svo verkefni sem myndu hjá flestum okkar flokkast sem viðhaldsverkefni. Það á ekki að þurfa að kjósa um að laga göngustíga og malbika. Þetta eru viðhaldsverkefni sem ekki eiga að keppa við ærslabelg eða púttvöll um fjármögnun. Hvernig verkefni skiptast á milli hverfa er síðan ákaflega undarlegt, þar sem Bryggjuhverfið fær til dæmis ekkert. Þar er ekkert verkefni sem fólk getur kosið um. Ekki hefur því verið passað upp á jafnræði innan hverfanna. Leggja niður hverfiskosningar og færa peninganna til íbúaráðanna Núna nýverið tóku íbúaráð aftur til starfa, þau hafa ekki verið virk eftir kosningar. Mikið hefur verið talað um að valdefla íbúa Reykjavíkurborgar. Færa meira vald út til hverfanna. Hér er kjörið tækifæri til að færa meira vald til hverfanna. Það ætti því að leggja þessar kosningar niður og færa ráðstöfunarferlið alfarið til hverfisráðanna. Þar með erum við að færa meira vald beint út í hverfin. Miðað við hversu illa hefur gengið að skipuleggja þessar einföldu kosningar og þar sem greinilega er skortur á yfirsýn yfir hvað nú þegar hefur verið samþykkt og sett í ferli hjá Reykjavíkurborg er eðlilegast að íbúaráð hafi yfirumsjón með þessum fjármunum þar sem þau hafa mun betri yfirsýn yfir það sem er verið að gera eða þarf að gera innan hverfanna. Almenn viðhaldsverkefni eiga síðan ekki heima í þessum kosningum enda ættu slík verkefni ávalt að vera á forræði borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun