Sýndarlýðræði í hverfiskosningum Valgerður Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:30 Núna hafa staðið yfir kosningar hjá Reykjavíkurborg þar sem fólk getur kosið um verkefni sem það vill sjá fjármögnuð í sínu hverfi. Það eru þó stórir gallar á þessum kosningum þar sem þar inni er að finna verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt og fjármögnuð. Íbúar í Grafarvogi hafa 59 milljónir til þess að deila niður á 25 hugmyndir. Ef allar þessar 25 hugmyndir verða framkvæmdar þá myndi það kosta 250 milljónir. Þessar 59 milljónir eru því ekki að fara að dekka nema örlítið brot af þeim óskum sem íbúar Grafarvogs hafa sett inn í þessar kosningar. Það sem vekur furðu þegar þessi verkefni eru skoðuð er að þarna inni er verkefni upp á 35 milljónir sem þegar hefur verið samþykkt að fara í og eru að fullu fjármögnuð. Þetta á við um salernisaðstöðu við Gufunesbæ og hundagerði. Furðulegt sýndarlýðræði er því hér í gangi, hjá meirihluta sem kennir sig við góða stjórnsýslu.Viðhaldsverkefni eiga ekki heima í hverfiskosningum Þarna eru svo verkefni sem myndu hjá flestum okkar flokkast sem viðhaldsverkefni. Það á ekki að þurfa að kjósa um að laga göngustíga og malbika. Þetta eru viðhaldsverkefni sem ekki eiga að keppa við ærslabelg eða púttvöll um fjármögnun. Hvernig verkefni skiptast á milli hverfa er síðan ákaflega undarlegt, þar sem Bryggjuhverfið fær til dæmis ekkert. Þar er ekkert verkefni sem fólk getur kosið um. Ekki hefur því verið passað upp á jafnræði innan hverfanna. Leggja niður hverfiskosningar og færa peninganna til íbúaráðanna Núna nýverið tóku íbúaráð aftur til starfa, þau hafa ekki verið virk eftir kosningar. Mikið hefur verið talað um að valdefla íbúa Reykjavíkurborgar. Færa meira vald út til hverfanna. Hér er kjörið tækifæri til að færa meira vald til hverfanna. Það ætti því að leggja þessar kosningar niður og færa ráðstöfunarferlið alfarið til hverfisráðanna. Þar með erum við að færa meira vald beint út í hverfin. Miðað við hversu illa hefur gengið að skipuleggja þessar einföldu kosningar og þar sem greinilega er skortur á yfirsýn yfir hvað nú þegar hefur verið samþykkt og sett í ferli hjá Reykjavíkurborg er eðlilegast að íbúaráð hafi yfirumsjón með þessum fjármunum þar sem þau hafa mun betri yfirsýn yfir það sem er verið að gera eða þarf að gera innan hverfanna. Almenn viðhaldsverkefni eiga síðan ekki heima í þessum kosningum enda ættu slík verkefni ávalt að vera á forræði borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Núna hafa staðið yfir kosningar hjá Reykjavíkurborg þar sem fólk getur kosið um verkefni sem það vill sjá fjármögnuð í sínu hverfi. Það eru þó stórir gallar á þessum kosningum þar sem þar inni er að finna verkefni sem nú þegar hafa verið samþykkt og fjármögnuð. Íbúar í Grafarvogi hafa 59 milljónir til þess að deila niður á 25 hugmyndir. Ef allar þessar 25 hugmyndir verða framkvæmdar þá myndi það kosta 250 milljónir. Þessar 59 milljónir eru því ekki að fara að dekka nema örlítið brot af þeim óskum sem íbúar Grafarvogs hafa sett inn í þessar kosningar. Það sem vekur furðu þegar þessi verkefni eru skoðuð er að þarna inni er verkefni upp á 35 milljónir sem þegar hefur verið samþykkt að fara í og eru að fullu fjármögnuð. Þetta á við um salernisaðstöðu við Gufunesbæ og hundagerði. Furðulegt sýndarlýðræði er því hér í gangi, hjá meirihluta sem kennir sig við góða stjórnsýslu.Viðhaldsverkefni eiga ekki heima í hverfiskosningum Þarna eru svo verkefni sem myndu hjá flestum okkar flokkast sem viðhaldsverkefni. Það á ekki að þurfa að kjósa um að laga göngustíga og malbika. Þetta eru viðhaldsverkefni sem ekki eiga að keppa við ærslabelg eða púttvöll um fjármögnun. Hvernig verkefni skiptast á milli hverfa er síðan ákaflega undarlegt, þar sem Bryggjuhverfið fær til dæmis ekkert. Þar er ekkert verkefni sem fólk getur kosið um. Ekki hefur því verið passað upp á jafnræði innan hverfanna. Leggja niður hverfiskosningar og færa peninganna til íbúaráðanna Núna nýverið tóku íbúaráð aftur til starfa, þau hafa ekki verið virk eftir kosningar. Mikið hefur verið talað um að valdefla íbúa Reykjavíkurborgar. Færa meira vald út til hverfanna. Hér er kjörið tækifæri til að færa meira vald til hverfanna. Það ætti því að leggja þessar kosningar niður og færa ráðstöfunarferlið alfarið til hverfisráðanna. Þar með erum við að færa meira vald beint út í hverfin. Miðað við hversu illa hefur gengið að skipuleggja þessar einföldu kosningar og þar sem greinilega er skortur á yfirsýn yfir hvað nú þegar hefur verið samþykkt og sett í ferli hjá Reykjavíkurborg er eðlilegast að íbúaráð hafi yfirumsjón með þessum fjármunum þar sem þau hafa mun betri yfirsýn yfir það sem er verið að gera eða þarf að gera innan hverfanna. Almenn viðhaldsverkefni eiga síðan ekki heima í þessum kosningum enda ættu slík verkefni ávalt að vera á forræði borgarinnar.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar