„Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. nóvember 2019 11:00 Spekingarnir fara yfir málin í gær. vísir/skjáskot FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira