Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 11. nóvember 2019 19:54 Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi stöð 2 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti í morgun úttekt sína á íslensku efnahagslífi. Í henni kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við efnahagsáföllum á árinu og falli WOW Air. „Í fyrstu bjuggumst við við því að eftir gjaldþrot Wow Air myndi efnahagslægð jafnvel gera vart við sig. Hins vegar verðum við ekki vör við slíkt nú. Við sjáum að hagkerfið hefur staðið þann storm nokkuð vel af sér,“ segir Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega vaxtalækkanir og aðhald í ríkisfjármálum og spáð er lítilsháttar hagvexti á árinu. „Opinber útgjöld Íslands til menntamála eru mun meiri en í öðrum ríkjum OECD en þegar þróun mannauðsmála er annars vegar er hagurinn ekki eins sýnilegur.“ Þar vísar hún í skýrslu sem OECD gaf út í september er sýnir að Ísland eyðir mun meira í menntakerfið en OECD ríkin gera að meðaltali. Þrátt fyrir það er árangur íslenskra nemenda í könnunum á borð við PISA undir meðallagi OECD ríkja. Hún segir ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda samræmi við athugasemdir OECD. „Þær tengjast menntun kennara, faglegri þróun og því að tryggja að börn innflytjenda verði ekki afskipt,“ segir Eva. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við að einhverju leyti, meðal annars með námsstyrkjum til kennaranema. Eva segir mikilvægt að huga að frekari umbótum. „Þetta mun stuðla að hagvexti til lengri tíma og velferð hagkerfisins þegar á heildina er litið,“ segir Eva Petrova. Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kynnti í morgun úttekt sína á íslensku efnahagslífi. Í henni kemur fram að stjórnvöld hafi brugðist vel við efnahagsáföllum á árinu og falli WOW Air. „Í fyrstu bjuggumst við við því að eftir gjaldþrot Wow Air myndi efnahagslægð jafnvel gera vart við sig. Hins vegar verðum við ekki vör við slíkt nú. Við sjáum að hagkerfið hefur staðið þann storm nokkuð vel af sér,“ segir Eva Petrova, fulltrúi sendinefndar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Þar nefnir sjóðurinn sérstaklega vaxtalækkanir og aðhald í ríkisfjármálum og spáð er lítilsháttar hagvexti á árinu. „Opinber útgjöld Íslands til menntamála eru mun meiri en í öðrum ríkjum OECD en þegar þróun mannauðsmála er annars vegar er hagurinn ekki eins sýnilegur.“ Þar vísar hún í skýrslu sem OECD gaf út í september er sýnir að Ísland eyðir mun meira í menntakerfið en OECD ríkin gera að meðaltali. Þrátt fyrir það er árangur íslenskra nemenda í könnunum á borð við PISA undir meðallagi OECD ríkja. Hún segir ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslenskra stjórnvalda samræmi við athugasemdir OECD. „Þær tengjast menntun kennara, faglegri þróun og því að tryggja að börn innflytjenda verði ekki afskipt,“ segir Eva. Stjórnvöld hafa þegar brugðist við að einhverju leyti, meðal annars með námsstyrkjum til kennaranema. Eva segir mikilvægt að huga að frekari umbótum. „Þetta mun stuðla að hagvexti til lengri tíma og velferð hagkerfisins þegar á heildina er litið,“ segir Eva Petrova.
Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira