Mánaðabið eftir sálfræðiviðtali á heilsugæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 20:49 Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00