Sportpakkinn: „Katla gerði bara það sem ég átti ekki von á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 16:30 Katla Rún Garðarsdóttir. Vísir/Bára Arnar Björnsson fór yfir níundu umferð Domino´s deildar kvenna sem fór fram í gærkvöldi en þar héldu topplið Vals og lið Keflavíkur áfram sigurgöngu sinni og KR og Skallagrímur unnu einnig sína leiki. Valur flýgur áfram í átt að deildarbikartitlinum í eftir ellefta sigurinn í röð. Í gærkvöldi átti Valur ekki í vandræðum með Snæfell. Valsliðið hafði forystu allan tímann og mestur varð munurinn 28 stig. KR tapaði fyrir Keflavík í síðustu umferð en í gærkvöldi var vesturbæjarliðið miklu kraftmeira gegn Breiðabliki. Það var aðeins í byrjun að Blikar héldu í við KR-liðið en þegar fyrsta leikhluta lauk var munurinn þrettán stig, 28-15. KR vann að lokum 30 stiga sigur, 90-60. Mesta spennan í gærkvöldi var í Keflavík þegar Haukar komu í heimsókn. Keflavík komst í 7-1 en Haukar svöruðu með 10 stigum í röð og náðu mest 14 stiga forystu, 25-11. Haukar voru með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik en þegar skammt var til leikhlés kom Irena Sól Jónsdóttir Keflavík yfir, 48-46 og Keflavík var tveimur stigum yfir í hálfleik. Haukar byrjuðu lokafjórðunginn vel og náðu fjögurra stiga forystu. Randi Keonsha Brown var stigahæst Haukakvenna, skoraði 26 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 og Sigrún Björg Ólafsdóttir tók 14 fráköst. Lokakaflinn var æsispennandi, níu sinnum skiptust liðin á um að hafa forystu. Bríet Lilja Sigurðardóttir skoraði úr öðru vítaskoti sínu og Haukar náðu þriggja stiga forystu, seinna skotið klikkaði og besti maður vallarins, Katla Rún Garðarsdóttir jafnaði metin úr þriggja stiga skoti þegar skammt var eftir. Katla Rún kláraði leikinn fyrir Keflavík, hún hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Líkt og í sigri Keflavíkur á KR um helgina var Keflavíkurliðið öflugt í lokin og vann 78-70. Katla Rún skoraði 22 stig og þjálfarinn var ánægður með hennar leik eins og sjá má í viðtalinu við hann eftir leikinn. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni.Klippa: Sportpakkinn: Níunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Arnar Björnsson fór yfir níundu umferð Domino´s deildar kvenna sem fór fram í gærkvöldi en þar héldu topplið Vals og lið Keflavíkur áfram sigurgöngu sinni og KR og Skallagrímur unnu einnig sína leiki. Valur flýgur áfram í átt að deildarbikartitlinum í eftir ellefta sigurinn í röð. Í gærkvöldi átti Valur ekki í vandræðum með Snæfell. Valsliðið hafði forystu allan tímann og mestur varð munurinn 28 stig. KR tapaði fyrir Keflavík í síðustu umferð en í gærkvöldi var vesturbæjarliðið miklu kraftmeira gegn Breiðabliki. Það var aðeins í byrjun að Blikar héldu í við KR-liðið en þegar fyrsta leikhluta lauk var munurinn þrettán stig, 28-15. KR vann að lokum 30 stiga sigur, 90-60. Mesta spennan í gærkvöldi var í Keflavík þegar Haukar komu í heimsókn. Keflavík komst í 7-1 en Haukar svöruðu með 10 stigum í röð og náðu mest 14 stiga forystu, 25-11. Haukar voru með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik en þegar skammt var til leikhlés kom Irena Sól Jónsdóttir Keflavík yfir, 48-46 og Keflavík var tveimur stigum yfir í hálfleik. Haukar byrjuðu lokafjórðunginn vel og náðu fjögurra stiga forystu. Randi Keonsha Brown var stigahæst Haukakvenna, skoraði 26 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 og Sigrún Björg Ólafsdóttir tók 14 fráköst. Lokakaflinn var æsispennandi, níu sinnum skiptust liðin á um að hafa forystu. Bríet Lilja Sigurðardóttir skoraði úr öðru vítaskoti sínu og Haukar náðu þriggja stiga forystu, seinna skotið klikkaði og besti maður vallarins, Katla Rún Garðarsdóttir jafnaði metin úr þriggja stiga skoti þegar skammt var eftir. Katla Rún kláraði leikinn fyrir Keflavík, hún hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Líkt og í sigri Keflavíkur á KR um helgina var Keflavíkurliðið öflugt í lokin og vann 78-70. Katla Rún skoraði 22 stig og þjálfarinn var ánægður með hennar leik eins og sjá má í viðtalinu við hann eftir leikinn. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni.Klippa: Sportpakkinn: Níunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira