Kveikti í þurrkustandi í Vallaskóla á Selfossi skömmu eftir brunaæfingu Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 10:29 Nemandinn kveikti í þurrkstandi á salerni í skólanum. Vísir/Vilhelm/Google Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu. Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu.
Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira