Helgi svarar ásökunum Samherja um uppspuna Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 23:34 Samherji sakaði Helga um ósannsögli fyrr í kvöld. Vísir/Andri Marinó /Sigurjón Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu. Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV og einn þáttastjórnanda fréttaskýringaþáttarins Kveiks, svaraði ásökunum á hendur honum sem birtust á vef Samherja fyrr í kvöld. Birt var tilkynning á vef Samherja þar sem orð Helga í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, voru sögð uppspuni og eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni. Var tilkynningin titluð „Uppspuni í Ríkisútvarpinu“Sjá einnig: Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Ummæli Helga sem fóru fyrir brjóstið á sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja voru á þá leið að Helgi sagði að yfir þúsund störf hafi tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Sagði í yfirlýsingunni að um gróf ósannindi væri að ræða og að ummælin sýni hve frjálslega fréttamenn RÚV færu með staðreyndir. Á Facebook síðu sinni deilir Helgi Seljan fréttum namibíska fréttamiðilsins Namibian Sun og suður-afríska miðilsins AmaBhunange og beinir orðum sínum beint að Björgólfi Jóhannssyni, sem hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra Samherja, eftir umfjöllun Kveiks. „Sæll Björgólfur Jóhannsson,“ skrifar Helgi. „Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú nú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn. En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á lesa gæskur. Þær eru mun fleiri og dramatískari; hrottafengnari lýsingarnar af afleiðingum þessa alls,“ skrifar Helgi ásamt því að deila áðurnefndum fréttum. Bætir hann að lokum við að Björgólfur þurfi samt ekki að biðja hann afsökunar. Í fréttunum sem Helgi deilir kemur fram að namibísk fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að leggja árar í bát. Er þar nefnt fyrirtækið Bidvest Namibia sem sagt er vera með 1200 manns í vinnu. Fyrirtækið hafi neyðst til þess að binda enda á starfsemi sína vegna ákvarðana þáverandi sjávarútvegsráðherra Bernard Esau. Bidvest Namibia hafi ekki fengið kvóta á meðan kvóti Fishcor var aukinn. Sömu sögu væri að segja um fyrirtækið Namsoy sem hafi verið einn stærsti vinnuveitandi í sjávarútvegi Namibíu.
Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Segja ummæli Helga ósönn og til þess fallin að valda Samherja tjóni Helgi Seljan sagði ósatt í morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og eru ummæli hans eingöngu til þess fallin að valda Samherja tjóni.“ segir í tilkynningu Samherja. 26. nóvember 2019 22:07