Aðstandendur geðveikra gleymast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 21:00 Nýlega var stofnaður stuðningshópur fyrir aðstandendur hjá Geðhjálp eftir margra ára hlé. Sigríður Gísladóttir bauð sig fram í stjórn með það að markmiði að efla stuðning og fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Sjálf ólst hún upp hjá móður með geðsjúkdóm. „Ég fékk aldrei almennilega stuðning eða fræðslu þannig að ég var einhvern veginn ein í þessu. Ég bara studdi foreldri mitt, sá um það og skammaðist mín hrikalega fyrir það sem gerðist innan veggja heimilisins. Ég bara gerði það og kláraði það en það var alveg hræðilega erfitt,“ segir Sigríður. Í Kompás lýsir Margrét Lillý Einarsdóttir svipuðum aðstæðum. Að hún hafi verið ein í heiminum, vanrækt og beitt ofbeldi án þess að nokkur í nærumhverfinu á Seltjarnarnesi skipti sér af.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/VilhelmÖll æskan fór í hræðslu og kvíða Sigríður segir aukna fræðslu fyrir börn minnka skömmina og auka líkur á að þau biðji um aðstoð og það sem er mikilvægara: Að á þau sé hlustað. Mikilvægt sé að fólk grípi inn í og sýni stuðning. Umræðan sé opin um geðsjúkdóma, en ekki um aðstandendur. „Við gleymumst bara. Starf okkar er ótrúlega erfitt, sárt og stórt verkefni. Við þurfum stuðning en við gleymumst og á sama tíma gleymum við sjálfum okkur og fórnum okkar eigin heilsu. Þá sé vitað að aðstandendur séu líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm. „Sum hver, sem börn, búum við mikla hræðslu og alltaf í kvíða. Öll æskan mín fór í kvíða og hræðslu og þá er taugakerfið ekki gott eftir æskuna.“ Sigríður hefur því lagt áherslu á það í starfi sínu hjá Geðhjálp að efla fræðslu til barna. Að búið verði til fræðsluefni sem börnin skilji. Ef börnin skilja geðsjúkdóminn, þetta „fullorðinsvandamál“ betur þá sé líklegra að þeim líði betur og viti hvert þau eigi að leita. Einnig hafi Geðhjálp farið af stað með stuðningshópa. „Þetta er góð byrjun. Ráðgjafatímar, stuðningshópar og fyrirlestrar. Ef við tölum meira um þetta og hvaða áhrif þetta hefur á okkur þá held ég að margt sé unnið.“ Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Heilbrigðismál Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Nýlega var stofnaður stuðningshópur fyrir aðstandendur hjá Geðhjálp eftir margra ára hlé. Sigríður Gísladóttir bauð sig fram í stjórn með það að markmiði að efla stuðning og fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Sjálf ólst hún upp hjá móður með geðsjúkdóm. „Ég fékk aldrei almennilega stuðning eða fræðslu þannig að ég var einhvern veginn ein í þessu. Ég bara studdi foreldri mitt, sá um það og skammaðist mín hrikalega fyrir það sem gerðist innan veggja heimilisins. Ég bara gerði það og kláraði það en það var alveg hræðilega erfitt,“ segir Sigríður. Í Kompás lýsir Margrét Lillý Einarsdóttir svipuðum aðstæðum. Að hún hafi verið ein í heiminum, vanrækt og beitt ofbeldi án þess að nokkur í nærumhverfinu á Seltjarnarnesi skipti sér af.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/VilhelmÖll æskan fór í hræðslu og kvíða Sigríður segir aukna fræðslu fyrir börn minnka skömmina og auka líkur á að þau biðji um aðstoð og það sem er mikilvægara: Að á þau sé hlustað. Mikilvægt sé að fólk grípi inn í og sýni stuðning. Umræðan sé opin um geðsjúkdóma, en ekki um aðstandendur. „Við gleymumst bara. Starf okkar er ótrúlega erfitt, sárt og stórt verkefni. Við þurfum stuðning en við gleymumst og á sama tíma gleymum við sjálfum okkur og fórnum okkar eigin heilsu. Þá sé vitað að aðstandendur séu líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm. „Sum hver, sem börn, búum við mikla hræðslu og alltaf í kvíða. Öll æskan mín fór í kvíða og hræðslu og þá er taugakerfið ekki gott eftir æskuna.“ Sigríður hefur því lagt áherslu á það í starfi sínu hjá Geðhjálp að efla fræðslu til barna. Að búið verði til fræðsluefni sem börnin skilji. Ef börnin skilja geðsjúkdóminn, þetta „fullorðinsvandamál“ betur þá sé líklegra að þeim líði betur og viti hvert þau eigi að leita. Einnig hafi Geðhjálp farið af stað með stuðningshópa. „Þetta er góð byrjun. Ráðgjafatímar, stuðningshópar og fyrirlestrar. Ef við tölum meira um þetta og hvaða áhrif þetta hefur á okkur þá held ég að margt sé unnið.“ Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Heilbrigðismál Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira