Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2019 08:15 Halla Ólafsdóttir, bóndi í Þórisholti og rekstrarstjóri veitingahússins Svörtu fjörunnar. Stöð 2/Einar Árnason. „Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. Fjallað er um mannlíf í Mýrdal, syðstu sveit landsins, í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld, klukkan 19.10.Fjölskyldan í Garðakoti í Dyrhólahverfi. Vigfús Auðbertsson og Eva Dögg Þorsteinsdóttir og synirnir Auðunn Adam Vigfússon 14 ára og Bjarni Steinn Vigfússon 10 ára.Stöð 2/Einar Árnason.Í Mýrdal hefur hefðbundinn búskapur verið að víkja fyrir ferðaþjónustu og bændur byggt upp öflugan hótel- og veitingahúsarekstur. Náttúruperlur eins og Dyrhólaey og Reynisfjara draga að ferðamenn en einnig gamalt flugvélarflak. Mýrdælingar halda þó enn tryggð við kýr, kindur, grænmetisrækt og hlunnindabúskap.Guðni Einarsson, rófubóndi í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.„Maður þekkir varla orðið annan hvern mann,“ segir Guðni Einarsson, rófubóndi í Þórisholti, um samfélagsbreytinguna sem fylgt hefur ferðaþjónustunni, en þau Guðni og Halla stofnuðu ásamt fleiri bændum í Reynishverfi veitingahúsið Svörtu fjöruna.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon á Brekkum í Mýrdal hættu kúabúskap til að byggja upp Hótel Dyrhólaey.Stöð 2/Einar Árnason.Bændurnir á Brekkum, þau Steinþór Vigfússon og Margrét Ebba Harðardóttir, segja frá því þegar þau hættu kúabúskap fyrir aldarfjórðungi og fóru alfarið yfir í ferðaþjónustu en þau eiga núna stærsta hótel Mýrdalshrepps, Hótel Dyrhólaey.Bændurnir í Vestri Pétursey, Hrönn Lárusdóttir og Bergur Elíasson, ásamt syninum Gunnþóri Bergssyni.Stöð 2/Einar Árnason.Í vinnustofunni Ey Collection í Dyrhólahverfi fá nágrannakonurnar Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Garðakoti og Þorbjörg Kristjánsdóttir á Dyrhólum útrás fyrir sköpunargleðina við margskyns handverk.Gunnar Þormar Þorsteinsson og Þorbjörg Kristjánsdóttir búa á Dyrhólum en reka kúabú á Vatnsskarðshólum.Stöð 2/Einar Árnason.Við kynnumst einnig blönduðum búskap í Vestri-Pétursey, tjaldhóteli á Skeiðflöt, hittum oddvitann á Loðmundarstöðum, sem kominn er í geitabúskap, og heyrum mismunandi sjónarmið heimamanna um jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Hér má sjá brot úr þættinum: Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. Fjallað er um mannlíf í Mýrdal, syðstu sveit landsins, í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld, klukkan 19.10.Fjölskyldan í Garðakoti í Dyrhólahverfi. Vigfús Auðbertsson og Eva Dögg Þorsteinsdóttir og synirnir Auðunn Adam Vigfússon 14 ára og Bjarni Steinn Vigfússon 10 ára.Stöð 2/Einar Árnason.Í Mýrdal hefur hefðbundinn búskapur verið að víkja fyrir ferðaþjónustu og bændur byggt upp öflugan hótel- og veitingahúsarekstur. Náttúruperlur eins og Dyrhólaey og Reynisfjara draga að ferðamenn en einnig gamalt flugvélarflak. Mýrdælingar halda þó enn tryggð við kýr, kindur, grænmetisrækt og hlunnindabúskap.Guðni Einarsson, rófubóndi í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.„Maður þekkir varla orðið annan hvern mann,“ segir Guðni Einarsson, rófubóndi í Þórisholti, um samfélagsbreytinguna sem fylgt hefur ferðaþjónustunni, en þau Guðni og Halla stofnuðu ásamt fleiri bændum í Reynishverfi veitingahúsið Svörtu fjöruna.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon á Brekkum í Mýrdal hættu kúabúskap til að byggja upp Hótel Dyrhólaey.Stöð 2/Einar Árnason.Bændurnir á Brekkum, þau Steinþór Vigfússon og Margrét Ebba Harðardóttir, segja frá því þegar þau hættu kúabúskap fyrir aldarfjórðungi og fóru alfarið yfir í ferðaþjónustu en þau eiga núna stærsta hótel Mýrdalshrepps, Hótel Dyrhólaey.Bændurnir í Vestri Pétursey, Hrönn Lárusdóttir og Bergur Elíasson, ásamt syninum Gunnþóri Bergssyni.Stöð 2/Einar Árnason.Í vinnustofunni Ey Collection í Dyrhólahverfi fá nágrannakonurnar Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Garðakoti og Þorbjörg Kristjánsdóttir á Dyrhólum útrás fyrir sköpunargleðina við margskyns handverk.Gunnar Þormar Þorsteinsson og Þorbjörg Kristjánsdóttir búa á Dyrhólum en reka kúabú á Vatnsskarðshólum.Stöð 2/Einar Árnason.Við kynnumst einnig blönduðum búskap í Vestri-Pétursey, tjaldhóteli á Skeiðflöt, hittum oddvitann á Loðmundarstöðum, sem kominn er í geitabúskap, og heyrum mismunandi sjónarmið heimamanna um jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Hér má sjá brot úr þættinum:
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34 Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15 Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. 18. nóvember 2019 21:34
Ferðamenn flykkjast að gamla flugvélarflakinu Eigandinn segist farinn að svipast um eftir nýju flaki þar sem það gamla sé að grotna niður. 29. ágúst 2016 21:15
Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 20. nóvember 2019 14:15
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48