Mýrdalshreppur

Fréttamynd

Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar sakar sveitastjóra Mýrdalshrepps um að skapa andrúmsloft þar sem ekki megi gagnrýna hluti. Sveitastjórinn leggi áhyggjur um íslensku að jöfnu við fordóma gegn börnum og lýsi umfjöllun Heimildarinnar sem einhliða þó hann hafi sjálfur verið viðmælandi í henni.

Innlent
Fréttamynd

Kæfandi klámhögg sveitar­stjóra

Fáir myndu leggjast gegn þeirri staðhæfingu að ferðaþjónusta hafi haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Flest eru sammála um að áhrifin séu ekki öll jákvæð og að gera megi betur. Forsenda þess að gera betur er að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu um það sem má fara betur.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“

Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps segir Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Hann gengst við því að víða sé pottur brotinn og að samfélag Mýrdælinga standi frammi fyrir erfiðum áskornum, en segir þær einmitt það. Áskoranir, ekki ógnir.

Innlent
Fréttamynd

Fjalla­baks­leið syðri lokuð vegna vatnavaxta

Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi ferða­manna slíkur að rotþróin ræður ekki við það

Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Á­gengir ferða­menn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga

Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram.

Innlent
Fréttamynd

Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eig­enda

Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins.

Innlent
Fréttamynd

Jökul­hlaupið í rénun

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm er enn í gangi en er í rénun. Náttúruvársérfræðingar segja þó ekki hægt að útiloka að vatnshæð í ánum aukist á ný. 

Innlent
Fréttamynd

Jökul­hlaup úr Mýr­dals­jökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm er enn í gangi. Vatnshækkun og rafleiðni hefur farið mjög hægt vaxandi í nótt samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að náið sé fylgst með aðstæðum og að uppfærsla um hlaupið verði birt á heimasíðu þeirra í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti upp á þrjá í Kötlu

Stór skjálfti mældist í Kötlu í morgun og jarðfræðingar fylgjast með því hvort breytingar hafi orðið á rafleiðni á jarðhitasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Svifvængjaflugslys við Reynis­fjall

Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í Reykjavík eftir slys við svifvængjaflug við Reynisfjall á Suðurlandi um klukkan 14:30. Maðurinn hlaut einhverja áverka en er með meðvitund og ekki í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum

Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.

Innlent
Fréttamynd

Ólga meðal þristavina vegna ör­laga Gunnfaxa

Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn.

Innlent
Fréttamynd

Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand

Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Slævandi lyf og lágt sætisbak dráttar­vélar or­sakir banaslyss

Meginorsök banaslyss sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, í janúar í fyrra var að ökumaður jeppa gætti ekki að umferð fyrir framan sig. Hann ók aftan á dráttarvél á áttatíu kílómetra hraða. Aðrar orsakir slyssins voru að ökumaðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja, í lækningalegum skammti þó, og að sætisbak dráttarvélarinnar var aðeins 35 sentimetra hátt.

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar fram­farir leikskólastarfs í Vík

Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks.

Skoðun
Fréttamynd

Penninn leggst í miklar breytingar

Kaffihúsi Pennans/Eymundsson á Skólavörðustíg hefur verið lokað, stokkað verður upp í fyrirkomulaginu í Austurstræti og 350 fermetra verslun opnuð á Selfossi með innanstokksmunum úr verslun á Laugavegi, sem verður lokað. Forstjóri Pennans segir fyrirtækið í sóknarhug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Komum náminu á Höfn í höfn

„Við erum með þrjú gengi sem skiptast á, vinna í klukkutíma í senn við mokstur og niðurbrot á ís. Þannig munum við sigla áfram inn í daginn”, sagði Sveinn Rúnar Kristjánsson á vettvangi aðgerða í kjölfar hrun íshellisins í Breiðamerkurjökli síðastliðið haust.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­búa vilja­yfir­lýsingu um jarð­göng í gegnum Reynis­fjall

Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags.

Innlent
Fréttamynd

Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaft­fellinga

Eigendur jarðarinnar Hjörleifshöfða hafa kynnt áform um tugmilljarða vikurútflutningshöfn við Alviðruhamra á Mýrdalssandi. Oddviti Skaftárhrepps segist ekki skynja annað en jákvæð viðbrögð íbúa enda gætu milli hundrað og tvöhundruð ný störf fylgt vikurnáminu.

Innlent