Samherji „ein best smurða svikamylla samtímans“ Sylvía Hall skrifar 23. nóvember 2019 15:48 Hataramenn í „kapítalistabúning andskotans“. Aðsend Mikill fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag þar sem boðað var til mótmæla klukkan 14. Fundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og endaði á því að þrjár kröfur voru lagðar fram. Kröfurnar voru þrjár; að Kristján Þór Júlíusson segði af sér sem ráðherra, nýja stjórnarskráin yrði lögfest og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði sem nýtast munu almenningi í landinu. Eftir ræðuhöldin steig hljómsveitin Hatari á svið og tók nokkur vel valin lög. Á lagalistanum var meðal annars lagið Spillingardans, sem þeir segjast hafa spilað til heiðurs Samherja. „Samherji er augsýnilega ein best smurða svikamylla samtímans. Stjórn Svikamyllu ehf. bað okkur því að skila þeim hamingjuóskum í tilefni dagsins. Það ætlum við að gera með því að spila lagið Spillingardans, félaginu til heiðurs,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmaður Hatara, í samtali við fréttamann. Jafnframt tók Hatari undir kröfurnar sem lagðar voru fram og ítrekuðu beiðni um nýja stjórnarskrá. „Við hvetjum þingheim til að kæfa ekki nýju stjórnarskránna í móki meðalmennskunar.“ Þá vakti það athygli viðstaddra að Hatararnir voru mættir til leiks í nýjum búningum, heldur ólíkum þeim sem þeir hafa hingað til verið þekktir fyrir. Sveitin sem hingað til hefur verið þekkt fyrir ögrandi leðurbúninga var mætt til leiks smjörgreidd í jakkafötum. Sjálfir kalla þeir búninginn „kapítalistabúning andskotans“. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Mikill fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag þar sem boðað var til mótmæla klukkan 14. Fundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og endaði á því að þrjár kröfur voru lagðar fram. Kröfurnar voru þrjár; að Kristján Þór Júlíusson segði af sér sem ráðherra, nýja stjórnarskráin yrði lögfest og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði sem nýtast munu almenningi í landinu. Eftir ræðuhöldin steig hljómsveitin Hatari á svið og tók nokkur vel valin lög. Á lagalistanum var meðal annars lagið Spillingardans, sem þeir segjast hafa spilað til heiðurs Samherja. „Samherji er augsýnilega ein best smurða svikamylla samtímans. Stjórn Svikamyllu ehf. bað okkur því að skila þeim hamingjuóskum í tilefni dagsins. Það ætlum við að gera með því að spila lagið Spillingardans, félaginu til heiðurs,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmaður Hatara, í samtali við fréttamann. Jafnframt tók Hatari undir kröfurnar sem lagðar voru fram og ítrekuðu beiðni um nýja stjórnarskrá. „Við hvetjum þingheim til að kæfa ekki nýju stjórnarskránna í móki meðalmennskunar.“ Þá vakti það athygli viðstaddra að Hatararnir voru mættir til leiks í nýjum búningum, heldur ólíkum þeim sem þeir hafa hingað til verið þekktir fyrir. Sveitin sem hingað til hefur verið þekkt fyrir ögrandi leðurbúninga var mætt til leiks smjörgreidd í jakkafötum. Sjálfir kalla þeir búninginn „kapítalistabúning andskotans“.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33
Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels