Morðmál bandarískra pilta tekið fyrir í febrúar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Mario Cerciello Rega var stunginn til bana í júlí. Nordicphotos/Getty Dómari í Róm hefur ákveðið að flýta málsmeðferð á morðmáli tveggja bandarískra ferðamanna og að málið verði tekið fyrir þann 26. febrúar næstkomandi. Finnegan Elder og Gabriel Natale Hjorth eru sakaðir um að hafa stungið lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega til bana þann 26. júlí síðastliðinn með stórum hermannahníf. Elder, sem er 19 ára gamall, hefur játað að hafa stungið Rega en Hjorth, 18 ára, neitar ábyrgð á verknaðinum. Rega var við störf en óeinkennisklæddur þegar hann var drepinn. Hann var kallaður út til að bregðast við stuldi þar sem Elder og Hjorth höfðu stolið bakpoka. Reyndist þetta vera vegna fíkniefnaviðskipta sem fóru úrskeiðis. Piltarnir ætluðu að kaupa kókaín en fengu aspirín í staðinn. Þegar Rega, og félagi hans Andrea Varriale, reyndu að handtaka piltana streittust þeir á móti og stungu Rega. Voru þeir handteknir á hóteli skömmu eftir árásina og þar fannst hnífurinn, falinn í loftinu. Lögmaður Elder segir að piltarnir hafi ekki vitað að Rega og Varriale væru lögreglumenn. Lögmaður Hjorth segir að hann hafi ekki vitað að Elder væri með hníf á sér. Fingraför beggja pilta fundust á lofti hótelherbergisins þar sem hnífurinn fannst. Mikil reiði blossaði upp í Ítalíu í kjölfar málsins. Í Róm fóru fram mótmæli til þess að reyna að fá stjórnvöld til að auka öryggi lögreglumanna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Dómari í Róm hefur ákveðið að flýta málsmeðferð á morðmáli tveggja bandarískra ferðamanna og að málið verði tekið fyrir þann 26. febrúar næstkomandi. Finnegan Elder og Gabriel Natale Hjorth eru sakaðir um að hafa stungið lögregluþjóninn Mario Cerciello Rega til bana þann 26. júlí síðastliðinn með stórum hermannahníf. Elder, sem er 19 ára gamall, hefur játað að hafa stungið Rega en Hjorth, 18 ára, neitar ábyrgð á verknaðinum. Rega var við störf en óeinkennisklæddur þegar hann var drepinn. Hann var kallaður út til að bregðast við stuldi þar sem Elder og Hjorth höfðu stolið bakpoka. Reyndist þetta vera vegna fíkniefnaviðskipta sem fóru úrskeiðis. Piltarnir ætluðu að kaupa kókaín en fengu aspirín í staðinn. Þegar Rega, og félagi hans Andrea Varriale, reyndu að handtaka piltana streittust þeir á móti og stungu Rega. Voru þeir handteknir á hóteli skömmu eftir árásina og þar fannst hnífurinn, falinn í loftinu. Lögmaður Elder segir að piltarnir hafi ekki vitað að Rega og Varriale væru lögreglumenn. Lögmaður Hjorth segir að hann hafi ekki vitað að Elder væri með hníf á sér. Fingraför beggja pilta fundust á lofti hótelherbergisins þar sem hnífurinn fannst. Mikil reiði blossaði upp í Ítalíu í kjölfar málsins. Í Róm fóru fram mótmæli til þess að reyna að fá stjórnvöld til að auka öryggi lögreglumanna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira