Vill sameina stofnanir til að efla eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 19:00 Ríkislögreglustjóri er til húsa við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“ Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira