Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2019 10:28 Vinkonurnar Ásdís Rán og Ruja Ignatova sem er einhver alræmdasta fjársvikakona sögunnar. Hún er horfin sporlaust af yfirborði jarðar. fbl/stefán/flickr/onecoin Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb. Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb.
Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira