Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ingvi Þór Sæmundsson og Tinni Sveinsson skrifa 22. nóvember 2019 11:15 Íslensku strákarnir mæta Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars 2020. Vísir/Daníel Þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00