Mývetningar vonsviknir með stöðuna á Neyðarlínuvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Frá stífluframkvæmdum Neyðarlínunnar við Drekagil sem nú hafa verið stöðvaðar. „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira