Glæsilegt tveggja daga barnaþing sett í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2019 20:00 Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar
Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira