Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 14:21 EPA/ADAM S DAVIS Geimfar fyrirtækisins SpaceX skemmdist við prófanir í Texas í gær. Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. Við það sprakk toppurinn af geimflauginni. Niðurstaðan virðist þó ekki hafa komið starfsmönnum SpaceX á óvart en talsmaður fyrirtækisins sagði tilgang tilraunarinnar vera að kanna hve mikinn þrýsting geimfarið þyldi. Hann sagði engan hafa sakað og að atvikið myndi ekki koma verulega niður á áætlunum SpaceX.Greiningaraðilum þykir síðasta staðhæfingin þó hæpin þar sem áætlanir SpaceX þóttu undarlegar fyrir. Hér má sjá atvikið í gær.RIP Starship Mk1. @LabPadre stream:https://t.co/CwiHPUf7D3pic.twitter.com/SckLfdIhw3 — Chris B - NSF (@NASASpaceflight) November 20, 2019 Starship er geimfar sem starfsmenn SpaceX eru að þróa og er því ætlað að flytja byrgðir og menn langt út í sólkerfið, til tunglsins og jafnvel til Mars. Elon Musk, kynnti frumgerðina í september og sagði að mögulega yrði hægt að skjóta henni út í geim á næstu mánuðum. Einhverjar útgáfur af geimfarinu gætu verið komnar á sporbraut um jörðu eftir hálft ár. Hér má sjá frétt frá september 2017 um ætlanir SpaceX að senda menn til Mars árið 2024.Starfsmenn SpaceX eru þó þegar byrjaðir á smíði annarrar útgáfu geimfarsins sem nefnist Starship Mk2. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, sagði á Twitter í gær að vel kæmi til greina að sleppa alfarið að skjóta frumgerðinni og annarri kynslóð Starship á loft og notast þess í stað bara við þriðju kynslóðina. Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Geimfar fyrirtækisins SpaceX skemmdist við prófanir í Texas í gær. Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér. Við það sprakk toppurinn af geimflauginni. Niðurstaðan virðist þó ekki hafa komið starfsmönnum SpaceX á óvart en talsmaður fyrirtækisins sagði tilgang tilraunarinnar vera að kanna hve mikinn þrýsting geimfarið þyldi. Hann sagði engan hafa sakað og að atvikið myndi ekki koma verulega niður á áætlunum SpaceX.Greiningaraðilum þykir síðasta staðhæfingin þó hæpin þar sem áætlanir SpaceX þóttu undarlegar fyrir. Hér má sjá atvikið í gær.RIP Starship Mk1. @LabPadre stream:https://t.co/CwiHPUf7D3pic.twitter.com/SckLfdIhw3 — Chris B - NSF (@NASASpaceflight) November 20, 2019 Starship er geimfar sem starfsmenn SpaceX eru að þróa og er því ætlað að flytja byrgðir og menn langt út í sólkerfið, til tunglsins og jafnvel til Mars. Elon Musk, kynnti frumgerðina í september og sagði að mögulega yrði hægt að skjóta henni út í geim á næstu mánuðum. Einhverjar útgáfur af geimfarinu gætu verið komnar á sporbraut um jörðu eftir hálft ár. Hér má sjá frétt frá september 2017 um ætlanir SpaceX að senda menn til Mars árið 2024.Starfsmenn SpaceX eru þó þegar byrjaðir á smíði annarrar útgáfu geimfarsins sem nefnist Starship Mk2. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, sagði á Twitter í gær að vel kæmi til greina að sleppa alfarið að skjóta frumgerðinni og annarri kynslóð Starship á loft og notast þess í stað bara við þriðju kynslóðina.
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira