Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 12:38 Dóra Björt Guðjónsdóttir vonar að hægt verði að fá úr því skorið hvernig túlka beri reglugerð sem Vinnueftirlitið ber fyrir sig. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. Borgin hafi vandað til verka við ákvörðun sína og meðal annars fengið heimild frá Vinnueftirlitinu fyrir breytingunni á sínum tíma. Hún segir fyrirmæli eftirlitsins því óskýr og vonar að hægt verði að fá úr þessu skorið, enda sé viðkvæmt að vera gerð afturreka með mannréttindamál sem þetta. Reglugerðin sem Vinnueftirlitið vísaði til í athugasemd sinni er frá árinu 1995 og því komin til ára sinna að sögn Dóru, ekki síst í ljósi nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Dóra bendir á að í umræddri reglugerð sé ekki kveðið sérstaklega á um merkingar á salernum, aðeins að salerni fyrir kynin séu aðgreind þegar vinnustaðir ná ákveðinni stærð. Sjá einnig: Borginni gert að kynjamerkja klósett„Þessi salerni sem um ræðir eru öll einstaklingssalerni,“ segir Dóra og bætir við að eftir umleitan mannréttindaráðsins hafi borist svar frá Vinnueftirlitinu þess efnis „að svo lengi sem við uppfyllum lágmarksfjölda salerna, fyrir hvort kyn, sem snýst frekar um fjölda salernanna frekar en merkingarnar, þá sé í lagi að ráðast í þessar breytingar,“ segir Dóra. Því næst hafi starfsmaður Vinnueftirlitins verið fenginn á fund ráðsins til þess að það væri „yfir allan vafa hafinn að það megi ráðast í þessa breytingu.“ Þessi starfsmaður Vinnueftirlitsins hafi verið mjög skýr í sínum svörum að sögn Dóru, sem segir ráðið hafa þráspurt hann til að hafa þessi mál á hreinu: Að Reykjavíkurborg væri heimilt að hafa salernin ókyngreind - í ljósi þess að vinnustaðurinn uppfyllti kröfur um fjölda salerna, sem öll voru einstaklingssalerni sem fyrr segir.Vinnueftirlitið gerði athugasemdir við kynjamerkingar borgarinnar eftir athugun á skrifstofum Reykavíkurborgar í Borgartúni.Vísir/DaníelVont að fá mannréttindavernd í bakið „Við vildum tryggja að þetta væri algjörlega á hreinu því það er mjög viðkvæmt mál að vera gerð afturreka með aukna mannréttindavernd fyrir þá hópa sem um ræðir,“ segir Dóra og vísar þar til kynsegin fólks - fólk sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjatvíhyggjukerfi. Þessi hópur verði fyrir ýmis konar aðkasti og hindrunum í samfélaginu og segir Dóra að það hafi ekki síst verið þess vegna sem mannréttindaráðið hafi vandað sig við afgreiðslu málsins. „Okkur er mjög í mun um að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar, að húsnæði borgarinnar og að Reykjavíkurborg sem vinnustað.“ Reykjavíkurborg sé mannréttindaborg og setji þessi mál því á oddinn. Dóra segir að staðan sem upp er komin eftir nýjustu tilmæli Vinnueftirlitsins sé því flókin. Borgin hafi nú bæði fengið staðfestingu á því salernin þurfi ekki að vera kynjamerkt - en einnig kröfu um að þau verði kynjamerkt. „Það er því ekki alveg skýrt hvorum fyrirmælunum við eigum að fylgja.“ Í því ljósi hafi borgin sent andmælabréf fyrir nokkrum vikum, þar sem reifuð voru sjónarmið Reykjavíkurborgar og aðdragandi þess að kynjamerkingarnar voru fjarlægðar. „Við viljum gjarnan að þau [hjá Vinnueftirlitinu] fari betur yfir þetta til þess að fá úr þessu skorið. Það er viðkvæmt fyrir ákveðna hópa að við séum gerð afturreka með aukna mannréttindavernd,“ segir Dóra.Dóra ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Borgarstjórn Hinsegin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. Borgin hafi vandað til verka við ákvörðun sína og meðal annars fengið heimild frá Vinnueftirlitinu fyrir breytingunni á sínum tíma. Hún segir fyrirmæli eftirlitsins því óskýr og vonar að hægt verði að fá úr þessu skorið, enda sé viðkvæmt að vera gerð afturreka með mannréttindamál sem þetta. Reglugerðin sem Vinnueftirlitið vísaði til í athugasemd sinni er frá árinu 1995 og því komin til ára sinna að sögn Dóru, ekki síst í ljósi nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Dóra bendir á að í umræddri reglugerð sé ekki kveðið sérstaklega á um merkingar á salernum, aðeins að salerni fyrir kynin séu aðgreind þegar vinnustaðir ná ákveðinni stærð. Sjá einnig: Borginni gert að kynjamerkja klósett„Þessi salerni sem um ræðir eru öll einstaklingssalerni,“ segir Dóra og bætir við að eftir umleitan mannréttindaráðsins hafi borist svar frá Vinnueftirlitinu þess efnis „að svo lengi sem við uppfyllum lágmarksfjölda salerna, fyrir hvort kyn, sem snýst frekar um fjölda salernanna frekar en merkingarnar, þá sé í lagi að ráðast í þessar breytingar,“ segir Dóra. Því næst hafi starfsmaður Vinnueftirlitins verið fenginn á fund ráðsins til þess að það væri „yfir allan vafa hafinn að það megi ráðast í þessa breytingu.“ Þessi starfsmaður Vinnueftirlitsins hafi verið mjög skýr í sínum svörum að sögn Dóru, sem segir ráðið hafa þráspurt hann til að hafa þessi mál á hreinu: Að Reykjavíkurborg væri heimilt að hafa salernin ókyngreind - í ljósi þess að vinnustaðurinn uppfyllti kröfur um fjölda salerna, sem öll voru einstaklingssalerni sem fyrr segir.Vinnueftirlitið gerði athugasemdir við kynjamerkingar borgarinnar eftir athugun á skrifstofum Reykavíkurborgar í Borgartúni.Vísir/DaníelVont að fá mannréttindavernd í bakið „Við vildum tryggja að þetta væri algjörlega á hreinu því það er mjög viðkvæmt mál að vera gerð afturreka með aukna mannréttindavernd fyrir þá hópa sem um ræðir,“ segir Dóra og vísar þar til kynsegin fólks - fólk sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjatvíhyggjukerfi. Þessi hópur verði fyrir ýmis konar aðkasti og hindrunum í samfélaginu og segir Dóra að það hafi ekki síst verið þess vegna sem mannréttindaráðið hafi vandað sig við afgreiðslu málsins. „Okkur er mjög í mun um að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar, að húsnæði borgarinnar og að Reykjavíkurborg sem vinnustað.“ Reykjavíkurborg sé mannréttindaborg og setji þessi mál því á oddinn. Dóra segir að staðan sem upp er komin eftir nýjustu tilmæli Vinnueftirlitsins sé því flókin. Borgin hafi nú bæði fengið staðfestingu á því salernin þurfi ekki að vera kynjamerkt - en einnig kröfu um að þau verði kynjamerkt. „Það er því ekki alveg skýrt hvorum fyrirmælunum við eigum að fylgja.“ Í því ljósi hafi borgin sent andmælabréf fyrir nokkrum vikum, þar sem reifuð voru sjónarmið Reykjavíkurborgar og aðdragandi þess að kynjamerkingarnar voru fjarlægðar. „Við viljum gjarnan að þau [hjá Vinnueftirlitinu] fari betur yfir þetta til þess að fá úr þessu skorið. Það er viðkvæmt fyrir ákveðna hópa að við séum gerð afturreka með aukna mannréttindavernd,“ segir Dóra.Dóra ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag.
Borgarstjórn Hinsegin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24