Tveggja þrepa hreinsistöð byggð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2019 15:00 Í dag fer öll fráveita meira og minna óhreinsuð frá íbúum og fyrirtækjum á Selfossi beint út í Ölfusá. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi. Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera. „Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“. Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd. „Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg? „Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert. Árborg Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi. Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera. „Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“. Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd. „Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg? „Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert.
Árborg Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira