Gætum lært af Hollendingum í baráttunni við stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 16:33 Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. Vísir/Stöð 2 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor í lagadeild við Háskólann í Reykjavík, segir að lögregluyfirvöld á Íslandi gætu lært ýmislegt af þeim hollensku sem hafa náð gífurlegum árangri í baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Veraldarvefurinn sé án umdæma og þess vegna sé mikilvægt að löggæslulið heimsins vinni saman að því að hafa hendur í hári einstaklinga í myrkustu afkimum internetsins. Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. „Vegna þess að þetta er vettvangur sem verður sífellt öflugri, tækninni fleygir fram. Það er ótrúlega mikilvægt að koma einhverjum böndum á þetta og komast að því hvar við stöndum andspænis þessum vanda. Eins og veraldarvefurinn er til mikils gagns þá er hann líka mikill vágestur að þessu leyti. Þannig að við þurfum að skiptast á þekkingu, þekkingu á nýjustu tækni til að sporna gegn þessu, tækni til að skiptast á upplýsingum og efla samstarf á alþjóðavettvangi.“ Huldunetið er vettvangur sem er undir yfirborði hins skráða nets. Þar er hægt að vafra um án þess að skilja eftir sig slóð. Vandinn er sá að þar hefur grasserað glæpamarkaður þar sem alls kyns ólögleg starfsemi er ástunduð. Svala segir afar mikilvægt að löggæsluyfirvöld, um allan heim vakni, til vitundar um mikilvægi samvinnu þvert á landamæri því þannig starfi glæpasamtök einnig.„Veraldarvefurinn er án landamæra og umdæma. Öll jarðkúlan er undir og þess vegna er ótrúlega mikilvægt að lögreglulið heimsins vinni saman að því að reyna að hefta útbreiðslu þeirra einstaklinga sem beita börn ofbeldi með þessum hætti og til þess að hindra dreifingu á þessu efni sem er framleitt af þessu fólki.“ Það sé fyrst og fremst gert með miðlun þekkingar. „Hollendingar eru mjög framarlega í sínum í aðgerðum og rannsóknum á netglæpum gegn börnum og þetta er nokkuð sem er svo dýrmætt fyrir okkur að fá að hlusta á og læra af og nýta þessa þekkingu vegna þess að árangurinn sem þeir hafa náð er þannig að hann vekur eftirtekt.“ Lögreglan á Íslandi geti lært mikið af Hollendingum. „Við sjáum bara hvernig þeir hafa náð að komast inn á þennan neðansjávarvef þar sem menn skiptast á upplýsingum og kenna hver öðrum hvernig eigi að komast í efni með börnum og hvar þeir geti komið því á framfæri. Hollendingar hafa náð ótrúlegum árangri þar og það nýtist okkur svo sannarlega í okkar vinnu til að koma böndum yfir þessa einstaklinga og til að reyna að vinna að forvörnum til að koma í veg fyrir að fleiri börn verði misnotuð.“ Svala bætir við að einnig þurfi að hlúa að andlegri heilsu þeirra sem vinna í málaflokknum; lögreglu, lögfræðingum og dómurum en fyrirlestur Ólafs Arnar Bragasonar, sérfræðingur í réttarsálfræði fjallaði einmitt um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu. „Þetta er heimur sem enginn vill þurfa að stíga inn í eða lifa í en þessi heimur er veruleiki og hann er staðreynd og verður ekki umflúinn. […] Hvert einasta barn sem hægt er að hjálpa og forða frá þessu, er til marks um mikinn árangur. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor í lagadeild við Háskólann í Reykjavík, segir að lögregluyfirvöld á Íslandi gætu lært ýmislegt af þeim hollensku sem hafa náð gífurlegum árangri í baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Veraldarvefurinn sé án umdæma og þess vegna sé mikilvægt að löggæslulið heimsins vinni saman að því að hafa hendur í hári einstaklinga í myrkustu afkimum internetsins. Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. „Vegna þess að þetta er vettvangur sem verður sífellt öflugri, tækninni fleygir fram. Það er ótrúlega mikilvægt að koma einhverjum böndum á þetta og komast að því hvar við stöndum andspænis þessum vanda. Eins og veraldarvefurinn er til mikils gagns þá er hann líka mikill vágestur að þessu leyti. Þannig að við þurfum að skiptast á þekkingu, þekkingu á nýjustu tækni til að sporna gegn þessu, tækni til að skiptast á upplýsingum og efla samstarf á alþjóðavettvangi.“ Huldunetið er vettvangur sem er undir yfirborði hins skráða nets. Þar er hægt að vafra um án þess að skilja eftir sig slóð. Vandinn er sá að þar hefur grasserað glæpamarkaður þar sem alls kyns ólögleg starfsemi er ástunduð. Svala segir afar mikilvægt að löggæsluyfirvöld, um allan heim vakni, til vitundar um mikilvægi samvinnu þvert á landamæri því þannig starfi glæpasamtök einnig.„Veraldarvefurinn er án landamæra og umdæma. Öll jarðkúlan er undir og þess vegna er ótrúlega mikilvægt að lögreglulið heimsins vinni saman að því að reyna að hefta útbreiðslu þeirra einstaklinga sem beita börn ofbeldi með þessum hætti og til þess að hindra dreifingu á þessu efni sem er framleitt af þessu fólki.“ Það sé fyrst og fremst gert með miðlun þekkingar. „Hollendingar eru mjög framarlega í sínum í aðgerðum og rannsóknum á netglæpum gegn börnum og þetta er nokkuð sem er svo dýrmætt fyrir okkur að fá að hlusta á og læra af og nýta þessa þekkingu vegna þess að árangurinn sem þeir hafa náð er þannig að hann vekur eftirtekt.“ Lögreglan á Íslandi geti lært mikið af Hollendingum. „Við sjáum bara hvernig þeir hafa náð að komast inn á þennan neðansjávarvef þar sem menn skiptast á upplýsingum og kenna hver öðrum hvernig eigi að komast í efni með börnum og hvar þeir geti komið því á framfæri. Hollendingar hafa náð ótrúlegum árangri þar og það nýtist okkur svo sannarlega í okkar vinnu til að koma böndum yfir þessa einstaklinga og til að reyna að vinna að forvörnum til að koma í veg fyrir að fleiri börn verði misnotuð.“ Svala bætir við að einnig þurfi að hlúa að andlegri heilsu þeirra sem vinna í málaflokknum; lögreglu, lögfræðingum og dómurum en fyrirlestur Ólafs Arnar Bragasonar, sérfræðingur í réttarsálfræði fjallaði einmitt um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu. „Þetta er heimur sem enginn vill þurfa að stíga inn í eða lifa í en þessi heimur er veruleiki og hann er staðreynd og verður ekki umflúinn. […] Hvert einasta barn sem hægt er að hjálpa og forða frá þessu, er til marks um mikinn árangur.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira