Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:43 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Líkt og greint var frá í gær lætur Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, af störfum um áramót. Frá 1. janúar til marsloka á næsta ári tekur hann að sér sérstaka ráðgjöf um löggæslumál fyrir dómsmálaráðherra. Að því loknu tekur við starfslokasamningur sem tryggir honum óskert laun til júníloka árið 2021. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði og þar sem hann verður á fullum launum í átján mánuði nema launagreiðslur á tímabilinu ríflega 31 milljón króna. Við það bætist síðan orlof og biðlaun sem hann fer á í júlí 2021. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir starfslokagreiðslurnar sem hann segir óeðlilega háar. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," segir Ragnar Þór.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmHaraldur fer á biðlaun frá 1. júlí 2021 til 31. desember sama ár. Um miðjan janúar 2022 fær hann síðan greitt orlof fyrir fyrrgreindan tíma en það jafngildir þriggja mánaða launum. „Þegar venjulegt fólk þarf að vinna út sinn uppsagnarfrest, það getur reyndar eftir svona langan starfsaldur fengið sex mánuði, en það er í undantekningartilvikum sem hann er borgaður út án vinnuframlags. Að verða síðan á sama tíma vitni af alls konar sérdílum og loforðum til þeirra sem standa sig vel í að verja þessa pólitísku elítu; að þeir fái þá annað hvort þægilegt starf hjá utanríkisþjónustu eða einhverja svona starfslokagreiðslu," segir Ragnar Þór. „Þetta er einfaldlega óþolandi og er ekki boðlegt lengur. Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá upp í kok af þessu," segir Ragnar Þór. Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. Líkt og greint var frá í gær lætur Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, af störfum um áramót. Frá 1. janúar til marsloka á næsta ári tekur hann að sér sérstaka ráðgjöf um löggæslumál fyrir dómsmálaráðherra. Að því loknu tekur við starfslokasamningur sem tryggir honum óskert laun til júníloka árið 2021. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði og þar sem hann verður á fullum launum í átján mánuði nema launagreiðslur á tímabilinu ríflega 31 milljón króna. Við það bætist síðan orlof og biðlaun sem hann fer á í júlí 2021. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir starfslokagreiðslurnar sem hann segir óeðlilega háar. „Það er ótrúlegt að við séum með einhverja pólitíska forréttindastétt sem lýtur einhverjum allt öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Við sem erum að starfa innan verkalýðshreyfingarinnar hljótum að gera þá kröfu að við séum með sömu leikreglur fyrir alla," segir Ragnar Þór.Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmHaraldur fer á biðlaun frá 1. júlí 2021 til 31. desember sama ár. Um miðjan janúar 2022 fær hann síðan greitt orlof fyrir fyrrgreindan tíma en það jafngildir þriggja mánaða launum. „Þegar venjulegt fólk þarf að vinna út sinn uppsagnarfrest, það getur reyndar eftir svona langan starfsaldur fengið sex mánuði, en það er í undantekningartilvikum sem hann er borgaður út án vinnuframlags. Að verða síðan á sama tíma vitni af alls konar sérdílum og loforðum til þeirra sem standa sig vel í að verja þessa pólitísku elítu; að þeir fái þá annað hvort þægilegt starf hjá utanríkisþjónustu eða einhverja svona starfslokagreiðslu," segir Ragnar Þór. „Þetta er einfaldlega óþolandi og er ekki boðlegt lengur. Ég held að fólk sé algjörlega búið að fá upp í kok af þessu," segir Ragnar Þór.
Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59