Leikmenn Georgetown háskólans ákærðir fyrir innbrot, líkamsárás og kynferðislega áreitni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 21:00 Leikmenn Georgetown háskólans í leik í vetur. Getty/Emilee Chinn Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019 Bandaríkin Körfubolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira