Maðurinn sem barðist við árásarmanninn með skögultönn hylltur sem hetja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 11:42 Skjáskot úr myndbandi. Hér má sjá skögultönnina. Vísir/skjáskot. Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk. Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk.
Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17
25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58
Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01