Boðar fullt frelsi í nafnagift Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 19:30 Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“ Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57
Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14