Köld vatnsgusa í andlit foreldra barna á biðlista á Seltjarnarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 15:27 Óhætt er að segja að gusti um bæjarstjórnina á Seltjarnarnesi sem hefur gripið til töluverðs niðurskurðar undanfarið til viðbótar við önnur erfið mál á sviði barnaverndar og menntamála. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. Þeim barst bréf í vikunni þar sem þeim er tilkynnt að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldranna. Í bréfinu er vístað til þessað fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 hafi verið samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember. Jafnhliða samþykktinni falli samþykkt um heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi úr gildi. Greiðslur leggist af frá og með 1. janúar. Mánaðarleg heimgreiðsla til hjóna/sambúðarfólks með börn sem eru að bíða eftir plássi var samþykkt á Nesinu í mars 2018. Þær miðuðust við niðurgreiðslu sem annars færi til dagforeldris og námu 66 þúsundunum króna. Fyrirvarinn afar lítill Ljóst er af umræðum í hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi að tíðindin koma sem köld vatnsgusa í andlit foreldranna sem hafi í sumum tilfellum verið byrjaðir að skipuleggja fjárhag næsta árs. Þá sé fyrirvari upp á tvær vikur hlægilega lítill. Eitt foreldri lýsir því að hafa fengið umsókn um heimgreiðslu samþykkt fyrir nokkrum dögum og ekkert hafi verið minnst á fyrirhugaðar breytingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sem er í minnihlutanum úti á Nesi, segir niðurstöðuna alveg óþolandi og hluta af niðurskurðaráætlun bæjarins fyrir næsta ár. „Það eru líka komin bréf til okkar sem eru með barn hjá dagforeldri um að mótframlög bæjarins eigi að lækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði,“ segir Guðmundur Ari. Samræma viðbrögð „Foreldrar ungra barna sem eignuðust þau á „vitlausum“ tíma ársins og komast því ekki inn í leikskólann fyrr en ári seinna eru greinilega þau sem eiga að leggja harðast að sér til að borga fyrir taprekstur bæjarins.“ Kaldhæðnin í þessu sé líka sú að þessar aðgerðir komi frá Sjálfstæðisflokknum sem hafi lofað að byggja leikskóla fyrir öll börn á Nesinu frá 1 árs aldri og taka tvisvar á ári inn í skólann. Foreldrar barnanna virðast ætla að samræma viðbrögð í málinu og hafa stofnað Facebook-hóp til að ræða málin sín á milli. Börn og uppeldi Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Óhætt er að segja að foreldrar barna á Seltjarnarnesi sem bíða eftir daggæslu- eða leikskólaplássi fyrir börnin sín finnist jólagjöfin frá bænum súr þetta árið. Þeim barst bréf í vikunni þar sem þeim er tilkynnt að frá og með áramótum leggist af heimgreiðslur til foreldranna. Í bréfinu er vístað til þessað fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 hafi verið samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember. Jafnhliða samþykktinni falli samþykkt um heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir daggæslu eða leikskólaplássi úr gildi. Greiðslur leggist af frá og með 1. janúar. Mánaðarleg heimgreiðsla til hjóna/sambúðarfólks með börn sem eru að bíða eftir plássi var samþykkt á Nesinu í mars 2018. Þær miðuðust við niðurgreiðslu sem annars færi til dagforeldris og námu 66 þúsundunum króna. Fyrirvarinn afar lítill Ljóst er af umræðum í hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi að tíðindin koma sem köld vatnsgusa í andlit foreldranna sem hafi í sumum tilfellum verið byrjaðir að skipuleggja fjárhag næsta árs. Þá sé fyrirvari upp á tvær vikur hlægilega lítill. Eitt foreldri lýsir því að hafa fengið umsókn um heimgreiðslu samþykkt fyrir nokkrum dögum og ekkert hafi verið minnst á fyrirhugaðar breytingar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar sem er í minnihlutanum úti á Nesi, segir niðurstöðuna alveg óþolandi og hluta af niðurskurðaráætlun bæjarins fyrir næsta ár. „Það eru líka komin bréf til okkar sem eru með barn hjá dagforeldri um að mótframlög bæjarins eigi að lækka um tæpar 20 þúsund krónur á mánuði,“ segir Guðmundur Ari. Samræma viðbrögð „Foreldrar ungra barna sem eignuðust þau á „vitlausum“ tíma ársins og komast því ekki inn í leikskólann fyrr en ári seinna eru greinilega þau sem eiga að leggja harðast að sér til að borga fyrir taprekstur bæjarins.“ Kaldhæðnin í þessu sé líka sú að þessar aðgerðir komi frá Sjálfstæðisflokknum sem hafi lofað að byggja leikskóla fyrir öll börn á Nesinu frá 1 árs aldri og taka tvisvar á ári inn í skólann. Foreldrar barnanna virðast ætla að samræma viðbrögð í málinu og hafa stofnað Facebook-hóp til að ræða málin sín á milli.
Börn og uppeldi Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30
Biðja stjórnendur og kennara afsökunar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi segjast bera traust til stjórnenda og kennara Grunnskóla Seltjarnarness. Þeir segjast harma misskilning sem hafi orðið vegna bókunar á síðasta bæjarstjórnarfundi og biðjast afsökunar. 3. desember 2019 19:12