Laugardalshöllin okkar næstelst allra hallanna í undankeppni EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:30 Íslensku handboltastrákarnir fagna með stuðningsmönnum í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Laugardalshöllin er orðin mjög gömul og allir sammála um að handbolta- og körfuboltalandsliðin þurfi nýja íþróttahöll. Höllin okkar kemur ekki vel út þegar skoðaður er aldur allra íþróttahallanna þar sem leikir voru spilaðir í undankeppni síðustu EM í handbolta. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 síðasta sumar og verður með á Evrópumótinu í janúar. Á Twitter-síðunni Höllin er úrelt, sem berst fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar, er bent á athyglisverða staðreynd hvað varðar síðustu undankeppni EM í handbolta. Tölfræðin yfir aldur keppnishalla, sem hýstu leikina í undankeppninni, kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. Laugardalshöllin er 54 ára gömul og næstelst allra hallanna í undankeppni EM eins og sjá má hér fyrir neðan. EM í handbolta fer fram í næsta mánuði. Gerði til gamans smá samantekt um aldur keppnishalla sem hýstu leikina í undankeppninni. Kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. #HSI_Iceland#handbolti#olísdeildin#seinnibylgjanpic.twitter.com/hZQWPR7lg2— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 18, 2019 Laugardalshöllin er byggð árið 1965 en 58 prósent leikjanna í þessari undankeppni EM 2020 fóru fram í íþróttahöllum sem voru reistar eftir síðustu aldarmót. Eistland var eina þjóðin sem lék að meðaltali í eldri keppnishöllum en við Íslendingar en það var þó ekki vegna þess að þeir eigi ekki nýrri þjóðarhöll. Eistar eiga tiltölulega nýja og glæsilega þjóðarhöll í Riga, sem körfubolta- og íshokkílandsliðin nota. Handboltinn er einfaldlega ekki nógu hátt skrifaður fyrir hana. Í þessum tölum á twitter síðunni „Höllin er úrelt“ er verið að reikna út meðaldur í mörgum tilvikum þar sem þó nokkrar þjóðir léku ýmist í tveimur eða þremur keppnishöllum. Í riðlakeppninni lék íslenska landsliðið útileiki í Norður Makaedóníu, Grikklandi og Tyrklandi. Höllin í Tyrklandi var opnuð árið 2012, höllin í Norður Makedóníu var opnuð árið 2008 og höllin í Grikklandi var sú yngsta því hún var opnuð fyrir aðeins fimm árum síðan. EM 2020 í handbolta Reykjavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Laugardalshöllin er orðin mjög gömul og allir sammála um að handbolta- og körfuboltalandsliðin þurfi nýja íþróttahöll. Höllin okkar kemur ekki vel út þegar skoðaður er aldur allra íþróttahallanna þar sem leikir voru spilaðir í undankeppni síðustu EM í handbolta. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 síðasta sumar og verður með á Evrópumótinu í janúar. Á Twitter-síðunni Höllin er úrelt, sem berst fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar, er bent á athyglisverða staðreynd hvað varðar síðustu undankeppni EM í handbolta. Tölfræðin yfir aldur keppnishalla, sem hýstu leikina í undankeppninni, kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. Laugardalshöllin er 54 ára gömul og næstelst allra hallanna í undankeppni EM eins og sjá má hér fyrir neðan. EM í handbolta fer fram í næsta mánuði. Gerði til gamans smá samantekt um aldur keppnishalla sem hýstu leikina í undankeppninni. Kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. #HSI_Iceland#handbolti#olísdeildin#seinnibylgjanpic.twitter.com/hZQWPR7lg2— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 18, 2019 Laugardalshöllin er byggð árið 1965 en 58 prósent leikjanna í þessari undankeppni EM 2020 fóru fram í íþróttahöllum sem voru reistar eftir síðustu aldarmót. Eistland var eina þjóðin sem lék að meðaltali í eldri keppnishöllum en við Íslendingar en það var þó ekki vegna þess að þeir eigi ekki nýrri þjóðarhöll. Eistar eiga tiltölulega nýja og glæsilega þjóðarhöll í Riga, sem körfubolta- og íshokkílandsliðin nota. Handboltinn er einfaldlega ekki nógu hátt skrifaður fyrir hana. Í þessum tölum á twitter síðunni „Höllin er úrelt“ er verið að reikna út meðaldur í mörgum tilvikum þar sem þó nokkrar þjóðir léku ýmist í tveimur eða þremur keppnishöllum. Í riðlakeppninni lék íslenska landsliðið útileiki í Norður Makaedóníu, Grikklandi og Tyrklandi. Höllin í Tyrklandi var opnuð árið 2012, höllin í Norður Makedóníu var opnuð árið 2008 og höllin í Grikklandi var sú yngsta því hún var opnuð fyrir aðeins fimm árum síðan.
EM 2020 í handbolta Reykjavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira