Tveir einstæðir feður úr foreldrahúsum í nýjar leiguíbúðir fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2019 16:42 Rósa Guðbjartsdóttur bæjarstjóra ásamt tveimur nýjum leigjendum í Hádegisskarði, þeim Þórhalli Sigurðssyni og Oddi Ingvarssyni þegar þeir fengu lyklana afhenta um hádegi í dag. Hafnarfjarðarbær Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað. Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru en íbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á meðal þeirra sem flytur inn á næstu dögum eru tveir einstæðir feður sem hafa búið í foreldrahúsum um langt skeið. Opnað var fyrir umsóknir í byrjun október en umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og ætla fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin. Tveir einstæðir feður í hópi leigjenda Á meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í umgengni hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. „Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því kærkomin.“ Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að sjá þetta verkefni sveitarfélagsins verða að veruleika. Um sé að ræða mikla gleðistund. Skarðshlíð íbúðafélag og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð í maí 2018. Hugmyndin er að þegar fram líði stundir muni íbúarnir sjálfir sjá um stjórn og rekstur íbúðafélagsins. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað. Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru en íbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á meðal þeirra sem flytur inn á næstu dögum eru tveir einstæðir feður sem hafa búið í foreldrahúsum um langt skeið. Opnað var fyrir umsóknir í byrjun október en umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og ætla fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin. Tveir einstæðir feður í hópi leigjenda Á meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í umgengni hjá sér, að því er fram kemur í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar. „Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því kærkomin.“ Haft er eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar í tilkynningu að afar ánægjulegt sé að sjá þetta verkefni sveitarfélagsins verða að veruleika. Um sé að ræða mikla gleðistund. Skarðshlíð íbúðafélag og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð í maí 2018. Hugmyndin er að þegar fram líði stundir muni íbúarnir sjálfir sjá um stjórn og rekstur íbúðafélagsins.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira