Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 23:55 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. Gengið er út frá því að gerandi í málinu, íklæddur skóm af gerðinni Sprox, hafi skilið sporin eftir. Kaupendur Sprox-skópara eru því til rannsóknar hjá lögreglu, einkum þeir sem eiga afbrotaferil að baki. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari. Talið er ráðist hafi verið inn á heimili Anne-Elisabeth og hún að öllum líkindum verið myrt, þrátt fyrir skilaboð frá meintum mannræningjum um að hún sé enn á lífi. Í september staðfesti lögreglan að rannsóknin beindist nú einna helst að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimilinu en mannræningjarnir skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Þá greindi lögregla frá því á blaðamannafundi í haust að hún rannsaki fótspor sem fundust á heimilinu. Eins og áður segir eru sporin rakin til karlmanns sem klæddist skóm af tegundinni Sprox. Skórnir fást aðeins í tuttugu og fjórum verslunum Spar Buy-verslunarkeðjunnar í Noregi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Í frétt norska dagblaðsins VG segir að maðurinn hafi skilið eftir sig spor á nokkrum stöðum í húsinu, bæði á flísum og teppi. Maðurinn noti skó númer 44, 45 eða 46. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni segir í samtali við VG að lögregla gangi út frá því að sporin tilheyri geranda í málinu. Þá greinir VG jafnframt fá því að lögregla hafi nú í vetur yfirheyrt fólk sem hefur keypt Sprox-skó í verslunum Spar Buy. Talið er að um 1500 pör af Sprox-skónum sem um ræðir hafi verið seld í Noregi á árunum 2016 til 2018. Til þess að þrengja hið stóra úrtak beini lögregla einkum sjónum sínum að viðskiptavinum Spar Buy-verslana í grennd viðLørenskóg, sem og Sprox-kaupendum sem eigi að baki afbrotaferil. Kaupendur í síðarnefnda hópnum séu allmargir en sérstaklega er bent á í frétt VG að Sprox-skór séu tákn um bága samfélagsstöðu. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. Gengið er út frá því að gerandi í málinu, íklæddur skóm af gerðinni Sprox, hafi skilið sporin eftir. Kaupendur Sprox-skópara eru því til rannsóknar hjá lögreglu, einkum þeir sem eiga afbrotaferil að baki. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari. Talið er ráðist hafi verið inn á heimili Anne-Elisabeth og hún að öllum líkindum verið myrt, þrátt fyrir skilaboð frá meintum mannræningjum um að hún sé enn á lífi. Í september staðfesti lögreglan að rannsóknin beindist nú einna helst að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimilinu en mannræningjarnir skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Þá greindi lögregla frá því á blaðamannafundi í haust að hún rannsaki fótspor sem fundust á heimilinu. Eins og áður segir eru sporin rakin til karlmanns sem klæddist skóm af tegundinni Sprox. Skórnir fást aðeins í tuttugu og fjórum verslunum Spar Buy-verslunarkeðjunnar í Noregi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Í frétt norska dagblaðsins VG segir að maðurinn hafi skilið eftir sig spor á nokkrum stöðum í húsinu, bæði á flísum og teppi. Maðurinn noti skó númer 44, 45 eða 46. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni segir í samtali við VG að lögregla gangi út frá því að sporin tilheyri geranda í málinu. Þá greinir VG jafnframt fá því að lögregla hafi nú í vetur yfirheyrt fólk sem hefur keypt Sprox-skó í verslunum Spar Buy. Talið er að um 1500 pör af Sprox-skónum sem um ræðir hafi verið seld í Noregi á árunum 2016 til 2018. Til þess að þrengja hið stóra úrtak beini lögregla einkum sjónum sínum að viðskiptavinum Spar Buy-verslana í grennd viðLørenskóg, sem og Sprox-kaupendum sem eigi að baki afbrotaferil. Kaupendur í síðarnefnda hópnum séu allmargir en sérstaklega er bent á í frétt VG að Sprox-skór séu tákn um bága samfélagsstöðu.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26
Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36