Fékk barnaklám sent á Snapchat og hlaut fimm mánaða dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:13 Maðurinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndbandið. Vísir/getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira