Spillingarlögreglan í sambandi við aðila á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 19:55 Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir að heilt yfir gangi rannsóknin vel. Skjáskot/One Africa TV Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi. Hann segir jafnframt að rannsókn þar í landi á Fishrot málinu svonefnda gangi almennt vel og vonast hann til þess að fjölmiðlamenn sem hafi verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum. Hann vildi ekki ekki svara því í samtali við RÚV hvort einhverjir Íslendingar séu grunaðir í málinu. Lögreglan í Windhoek, höfuðborg Namibíu, handtók í gær tvo einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar á hinu meinta Fishrot spillingarmáli þar í landi. Kauna Shikwambi, talsmaður lögreglu, staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn The Namibian en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla. Shikwambi segir við The Namibian að aðilarnir verði ákærðir fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Samkvæmt heimildum namibíska miðilsins voru hinir grunuðu gripnir við það að reyna að taka gögn, harða diska og skotfæri ófrjálsri hendi inn á heimili þar í borg. Umrædd gögn eru sögð tengjast yfirstandandi rannsókn sem beinist meðal annars að meintri mútuþægni namibískra embættismanna í tengslum við úthlutun fiskveiðiheimilda. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi. Hann segir jafnframt að rannsókn þar í landi á Fishrot málinu svonefnda gangi almennt vel og vonast hann til þess að fjölmiðlamenn sem hafi verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum. Hann vildi ekki ekki svara því í samtali við RÚV hvort einhverjir Íslendingar séu grunaðir í málinu. Lögreglan í Windhoek, höfuðborg Namibíu, handtók í gær tvo einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar á hinu meinta Fishrot spillingarmáli þar í landi. Kauna Shikwambi, talsmaður lögreglu, staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn The Namibian en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla. Shikwambi segir við The Namibian að aðilarnir verði ákærðir fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Samkvæmt heimildum namibíska miðilsins voru hinir grunuðu gripnir við það að reyna að taka gögn, harða diska og skotfæri ófrjálsri hendi inn á heimili þar í borg. Umrædd gögn eru sögð tengjast yfirstandandi rannsókn sem beinist meðal annars að meintri mútuþægni namibískra embættismanna í tengslum við úthlutun fiskveiðiheimilda.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52
Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01
Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26