Tala látinna komin í sextán Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:56 Lögreglan segist ætla að gera sitt besta til að finna þá stvo sem enn er saknað. GETTY/Almannavarnir Nýja-Sjálands. Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi. Nýja-Sjáland Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi.
Nýja-Sjáland Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira