Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 18:35 Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Tjón Landsnets vegna veðurofsans hleypur á þrjú til fjögur hundruð milljónum króna. Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik eru þar ekki talin hús sem hafa verið rýmd og sumarbústaðir. 360 heimili og fyrirtæki á Norðurlandi voru enn án rafmagns í byrjun dags vegna þeirra skemmda sem urðu á flutnings- og dreifikerfi raforku í veðurofsanum í vikunni. Fyrir tilstuðlan viðgerða og varaafls var sá fjöldi kominn niður í fimm heimili nú fyrir fréttir búist að svo verði til morguns. Hjá Landsneti hafa viðgerðir á byggðalínunni svokölluðu staðið yfir síðustu daga og verkið gengið þokkalega vel. „Í gær gátum við tengt Breiðadalslínu á Vestfjörðum við kerfið. Sem þýddi að þá var hægt að taka Vestfirði af varaafli. Í gær vorum við líka með fjörutíu manns í vinnu við Dalvíkurlínu sem var línan sem fór verst út í þessu veðri. Við notuðum daginn við að hreinsa ísingu af línunum og taka brakið af brotnu staurunum og byrjuðum í dag að reisa nýja staura,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Varðskipið Þór hefur séð Dalvíkurbyggð fyrir varafli. Búist er við að skipið verði þar í nokkra daga í viðbót því viðgerðir á Dalvíkurlínu munu taka nokkra daga. „Við erum að vonast til að línan verði komin í rekstur á miðvikudag í næstu viku.“ Flogið var yfir Kópaskerslínu, Húsavíkurlínu og Laxárlínu í dag til að meta tjónið og verður farið í þær eftir Dalvíkurlínuna. „En það eru góðar fréttir af Kópaskerslínu. Við gátum tengt hluta af henni við kerfið í dag. Við það losna þrjár varaaflsvélar sem er hægt að nota einhversstaðar annarsstaðar þar sem þörf er á.“Er Landsnet farið að áætla tjónið af þessum ofsa? „Það er ljóst að þetta er mikið tjón og við reiknum með að þetta hlaupi á 3 – 400 milljónum þegar uppi er staðið.“ Atburðir vikunnar sýna að styrkja þurfi kerfið. „Við höfum talað lengi fyrir því hjá Landsneti. Við erum með Byggðalínu sem er að verða hálfrar aldar gömul. Það er ljóst að það þarf að fara í styrkingar og gera það eins fljótt og mögulegt er.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Íbúarnir þakklátir fyrir ylinn. 14. desember 2019 12:03