Fundu lík í Núpá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2019 14:56 Vísir Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir jafnframt að aðstandendur Leifs hafi verið upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi. Rétt fyrir klukkan 15 var lögreglan svo upplýst um það að björgunaraðilar væru búnir að ná líkinu upp úr ánni. Var það flutt til Akureyrar með þyrlu. Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún vilji þakka öllum viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir umfangsmikið og óeigingjarnt starf við mjög erfið leitarskilyrði. Leitað hafði verið að Leif Magnus frá því á miðvikudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann hefði fallið í ána. Allt tiltækt lið var sent á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Leif Magnus féll í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Hundruð manna komu að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar voru afar erfiðar þótt þær hafi verið skárri í dag en í gær. Mikill krapi er þó í ánni og var til að mynda ekki fyrirhugað að leita með köfurum í ánni sjálfri í dag vegna mikillar hættu á krapaflóði. Þyrla gæslunnar var hins vegar notuð til að leita úr lofti auk nokkurra dróna.Fréttin hefur verið uppfærð. Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Laust eftir hádegi tilkynnti áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að búið væri að finna lík í Núpá við Fossgil. Líkið er talið vera af piltinum Leif Magnus Grétarssyni Thisland sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir jafnframt að aðstandendur Leifs hafi verið upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi. Rétt fyrir klukkan 15 var lögreglan svo upplýst um það að björgunaraðilar væru búnir að ná líkinu upp úr ánni. Var það flutt til Akureyrar með þyrlu. Í tilkynningu lögreglunnar segir að hún vilji þakka öllum viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir umfangsmikið og óeigingjarnt starf við mjög erfið leitarskilyrði. Leitað hafði verið að Leif Magnus frá því á miðvikudagskvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann hefði fallið í ána. Allt tiltækt lið var sent á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. Leif Magnus féll í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Hundruð manna komu að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar voru afar erfiðar þótt þær hafi verið skárri í dag en í gær. Mikill krapi er þó í ánni og var til að mynda ekki fyrirhugað að leita með köfurum í ánni sjálfri í dag vegna mikillar hættu á krapaflóði. Þyrla gæslunnar var hins vegar notuð til að leita úr lofti auk nokkurra dróna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Nafn drengsins sem leitað er við Núpá Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland. 13. desember 2019 11:51
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59