„Snýst auðvitað um líf fólks í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 14:18 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Í færslu sem hún birtir á Facebook í dag nefnir hún dæmi um mágkonu sína sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga sem þurfti að finna lyf handa sjúklingum í svarta myrkri með vasaljós á enninu. „Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um áhrif óveðursins á það sem við köllum því stofnanalega nafni „flutnings- og dreifikerfi raforku“ en snýst auðvitað um líf fólksins í landinu,“ skrifar Þórdís.Sjá einnig: Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Þá ítrekar hún í færslu sinni að hún standi við þau orð sín um að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geri sér ekki alltaf nógu vel grein fyrir þeim veruleika sem margir búi við úti á landi hvað þetta varðar. „forstjóri Rarik staðfesti í útvarpsviðtali í morgun að það væri tvennt ólíkt að ræða við heimamenn um línulagnir en þá sem eiga jarðir en búa ekki sjálfir á svæðinu. Það er skýr birtingarmynd þess sem ég hef sagt. Vonandi eykst núna skilningur á mikilvægi traustra innvið,“ segir Þórdís. Henni séu þó efst í huga þeir sem hafi mátt þola ýmis harðindi vegna veðurofsans og þakklæti til viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina. „Truflanir á þessum skala eru nær óþekktar þó að horft sé áratugi aftur í tímann. Það segir okkur að kerfið sé nokkuð gott. En ekki nógu gott. Landsnet hefur í níu ár af síðustu tíu náð markmiði sínu um 99,99% áreiðanleika kerfisins gagnvart forgangsnotendum. Það er góður árangur en óveðrið núna er engu að síður lærdómur um að gera þarf betur,“ segir í færslu Þórdísar. Aukin áhersla stjórnvalda á jarðstrengi hafi skilað sér í auknu afhendingaröryggi og halda þurfi áfram á þeirri braut. Tæknilegar hindranir geri það þó af verkum að það sé ekki hægt í öllum tilfellum. „Endurbætur hafa gengið of hægt. Sérfræðingar fullyrða að samþykktarferlið hafi tafið úrbætur sem í einhverjum tilvikum hefðu dregið stórlega úr vandkvæðunum núna. Í dag er mikilvægast að koma aftur á rafmagni alls staðar eins fljótt og auðið er. En samhliða því ætlum við strax að greina atburðarásina og hvernig koma megi í veg fyrir þessa stöðu,“ segir Þórdís. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Endurbætur á dreifi- og flutningskerfi raforku hefur hafa gengið of hægt og óveðrið sem gengið hefur yfir landið í þessari viku er lærdómur um að gera þurfi betur. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Í færslu sem hún birtir á Facebook í dag nefnir hún dæmi um mágkonu sína sem vinnur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga sem þurfti að finna lyf handa sjúklingum í svarta myrkri með vasaljós á enninu. „Bærinn rafmagnslaus og ekkert varaafl. Eitt dæmi af ótalmörgum um áhrif óveðursins á það sem við köllum því stofnanalega nafni „flutnings- og dreifikerfi raforku“ en snýst auðvitað um líf fólksins í landinu,“ skrifar Þórdís.Sjá einnig: Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Þá ítrekar hún í færslu sinni að hún standi við þau orð sín um að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geri sér ekki alltaf nógu vel grein fyrir þeim veruleika sem margir búi við úti á landi hvað þetta varðar. „forstjóri Rarik staðfesti í útvarpsviðtali í morgun að það væri tvennt ólíkt að ræða við heimamenn um línulagnir en þá sem eiga jarðir en búa ekki sjálfir á svæðinu. Það er skýr birtingarmynd þess sem ég hef sagt. Vonandi eykst núna skilningur á mikilvægi traustra innvið,“ segir Þórdís. Henni séu þó efst í huga þeir sem hafi mátt þola ýmis harðindi vegna veðurofsans og þakklæti til viðbragðsaðila sem staðið hafa vaktina. „Truflanir á þessum skala eru nær óþekktar þó að horft sé áratugi aftur í tímann. Það segir okkur að kerfið sé nokkuð gott. En ekki nógu gott. Landsnet hefur í níu ár af síðustu tíu náð markmiði sínu um 99,99% áreiðanleika kerfisins gagnvart forgangsnotendum. Það er góður árangur en óveðrið núna er engu að síður lærdómur um að gera þarf betur,“ segir í færslu Þórdísar. Aukin áhersla stjórnvalda á jarðstrengi hafi skilað sér í auknu afhendingaröryggi og halda þurfi áfram á þeirri braut. Tæknilegar hindranir geri það þó af verkum að það sé ekki hægt í öllum tilfellum. „Endurbætur hafa gengið of hægt. Sérfræðingar fullyrða að samþykktarferlið hafi tafið úrbætur sem í einhverjum tilvikum hefðu dregið stórlega úr vandkvæðunum núna. Í dag er mikilvægast að koma aftur á rafmagni alls staðar eins fljótt og auðið er. En samhliða því ætlum við strax að greina atburðarásina og hvernig koma megi í veg fyrir þessa stöðu,“ segir Þórdís.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. 12. desember 2019 13:44
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51