Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 15:55 Jóhannes Stefánsson er staddur hér á landi um þessar mundir. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira