Slökkviliðið braut gegn stjórnsýslulögum Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 14:09 Umræddur slökkviliðsmaður lagði fram kvörtun vegna þess að upplýsingar sem komu fram í viðtali hans við utanaðkomandi sálfræðing voru notaðar sem gögn í málinu og þeirri ákvörðun varðandi það hvort veita ætti honum áminningu eða segja upp störfum. Vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis segir yfirmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafa brotið gegn stjórnsýslulögum þegar slökkviliðsmanni var veitt formlegt tiltal í starfi, eins og það var kallað. Var það vegna tiltekinna samskipta við undirmann hans. Umræddur slökkviliðsmaður lagði fram kvörtun vegna þess að upplýsingar sem komu fram í viðtali hans við utanaðkomandi sálfræðing voru notaðar sem gögn í málinu og þeirri ákvörðun varðandi það hvort veita ætti honum áminningu eða segja upp störfum. Honum hafi ekki verið tilkynnt að svo yrði farið með samtal hans við sálfræðinginn. Í áliti umboðsmanns segir að meðferð málsins hafi ekki verið í samræmi við 14. grein stjórnsýslulaga.„Sú niðurstaða byggðist á því að X hefði ekki sýnt fram á að A hefði verið tilkynnt með nægilega skýrum og ótvíræðum hætti af hálfu stjórnvaldsins, áður en hann mætti í viðtal hjá sálfræðingi, að málið hefði á þeim tíma verið lagt í farveg stjórnsýslumáls þar sem til greina kæmi að áminna hann eða segja upp störfum og að sálfræðingurinn hefði það hlutverk að rannsaka málið á þeim grundvelli.“ Umboðsmaður segir einnig að slökkviliðið hafi ekki leyst með réttum hætti úr erindi mannsins sem óskaði eftir endurskoðun á málinu. Í álitinu segir enn fremur að það sé á ábyrgð tiltekinna stjórnvalda að tryggja að einkaaðili sem komi að málum sem þessum þekki viðeigandi reglur sem fylgja ber við meðferð gegna málanna. „Sérstök álitamál gætu komið upp í því sambandi þegar viðkomandi sérfræðingur hefði vegna þess fagsviðs sem hann starfaði á sérstakar trúnaðar- og þagnarskyldur gagnvart þeim einstaklingum sem hann fjallaði um. Stjórnvaldinu hefði borið að gæta sérstaklega að tilteknum atriðum í þeim aðstæðum sem uppi voru í málinu þar sem sálfræðingurinn tilheyrði stétt heilbrigðisstarfsmanna sem alla jafna hvíldu trúnaðarskyldur á gagnvart skjólstæðingum sínum.“ Afrit af áliti umboðsmanns var sent til landlæknis „í ljósi þeirra álitaefna sem þar var fjallað um og vörðuðu aðkomu heilbrigðisstarfsmanna að stjórnsýslumálum“. Slökkvilið Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir yfirmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafa brotið gegn stjórnsýslulögum þegar slökkviliðsmanni var veitt formlegt tiltal í starfi, eins og það var kallað. Var það vegna tiltekinna samskipta við undirmann hans. Umræddur slökkviliðsmaður lagði fram kvörtun vegna þess að upplýsingar sem komu fram í viðtali hans við utanaðkomandi sálfræðing voru notaðar sem gögn í málinu og þeirri ákvörðun varðandi það hvort veita ætti honum áminningu eða segja upp störfum. Honum hafi ekki verið tilkynnt að svo yrði farið með samtal hans við sálfræðinginn. Í áliti umboðsmanns segir að meðferð málsins hafi ekki verið í samræmi við 14. grein stjórnsýslulaga.„Sú niðurstaða byggðist á því að X hefði ekki sýnt fram á að A hefði verið tilkynnt með nægilega skýrum og ótvíræðum hætti af hálfu stjórnvaldsins, áður en hann mætti í viðtal hjá sálfræðingi, að málið hefði á þeim tíma verið lagt í farveg stjórnsýslumáls þar sem til greina kæmi að áminna hann eða segja upp störfum og að sálfræðingurinn hefði það hlutverk að rannsaka málið á þeim grundvelli.“ Umboðsmaður segir einnig að slökkviliðið hafi ekki leyst með réttum hætti úr erindi mannsins sem óskaði eftir endurskoðun á málinu. Í álitinu segir enn fremur að það sé á ábyrgð tiltekinna stjórnvalda að tryggja að einkaaðili sem komi að málum sem þessum þekki viðeigandi reglur sem fylgja ber við meðferð gegna málanna. „Sérstök álitamál gætu komið upp í því sambandi þegar viðkomandi sérfræðingur hefði vegna þess fagsviðs sem hann starfaði á sérstakar trúnaðar- og þagnarskyldur gagnvart þeim einstaklingum sem hann fjallaði um. Stjórnvaldinu hefði borið að gæta sérstaklega að tilteknum atriðum í þeim aðstæðum sem uppi voru í málinu þar sem sálfræðingurinn tilheyrði stétt heilbrigðisstarfsmanna sem alla jafna hvíldu trúnaðarskyldur á gagnvart skjólstæðingum sínum.“ Afrit af áliti umboðsmanns var sent til landlæknis „í ljósi þeirra álitaefna sem þar var fjallað um og vörðuðu aðkomu heilbrigðisstarfsmanna að stjórnsýslumálum“.
Slökkvilið Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira