Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 10:30 Lillani og Geoff Hopkins á Whakaari, áður en eldgosið hófst. AP/Lillani Hopkins Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44