Segir það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. desember 2019 20:30 Sjór gekk yfir götuna við JL húsið úti á Granda. vísir/vilhelm „Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Það sem af er degi hafa björgunarsveitir á landinu öllu sinnt rúmlega tvö hundruð verkefnum og þetta er allt frá því að vera þessi hefðbundnu foktjón, sem er þá fok sérstaklega á klæðningum á húsum, þakplötum og veggklæðningu og svo fok á lausamunum,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu Vísis. Hann sagði að útköll hafi tekið kipp í kring um sjö á höfuðborgarsvæðinu en um þrjátíu aðstoðarbeiðnir hafi borist á höfuðborgarsvæðinu. Stórar girðingaplötur fóru að fjúka við byggingasvæði á austurbakkanum við Hörpu fyrr í kvöld og vildi það svo vel til að iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu og náðu þeir að binda niður plöturnar ásamt björgunarsveitafólki sem var mætt á svæðið. vísir/vilhelm Þá hefur hópur björgunarsveitafólks nýlokið störfum á Boðagranda í Reykjavík en tilkynning barst um brotnar rúður, að þakplötur og húsaklæðningar hafi fokið og bílar skemmst. Davíð sagði að nokkrir björgunarsveitahópar hafi mætt á staðinn, þar hafi verið erfiðar aðstæður en sjórinn hafi gengið yfir götuna. „Það var einhver veggklæðning sem hafði farið að fjúka af einu húsi sem virðist hafa skemmt út frá sér. Það voru einhverjar tilkynningar um brotna glugga og skemmdir á handriðum,“ bætti Davíð við. Á Suðurnesjunum fór að bæta í veður á fimmta tímanum og þó nokkur verkefni hafa komið upp. „Það eru rúmlega fjörutíu aðstoðarbeiðnir sem hafa borist þar, það er aðallega fok á lausamunum, húsaklæðningu og grindverkum. Mér skilst að það hafi verið það mikill vindur á Suðurnesjunum að það hafi verið varhugavert að vera á svæðinu.“ Fólk hefur lítið verið á ferðinni.vísir/vilhelm Ekki hafa borist neinar tilkynningar enn sem komið er að björgunarsveitarfólk hafi slasast við störf sín og enn hafa ekki orðið nein slys á fólki. Þá sagði Davíð það hafa skipt sköpum að fólk hafi farið að tilmælum viðbragðsaðila og haldið sig inni. „Eins og maður sér á götum Reykjavíkurborgar núna þá eru mjög fáir á ferðinni og ég held að við verðum að taka það úr því að fólk er augljóslega að fara að þessum fyrirmælum, þau hafa náð til fólks og það eru miklu færri á ferðinni. Atvinnulífið og ríkið hefur örugglega lagt sitt lóð á vogarskálarnar í því með því að stytta vinnudaginn á einhverjum stofnunum og vinnustöðum,“ sagði Davíð. „Það er augljóst að áhrifin hefðu getað orðið meiri af þessu veðri ef fleira fólk hefði verið á ferðinni. Það er nokkuð kýrskýrt að það er hætta sem stafar af því að vera á ferðinni þegar hlutir, klæðningar og lausamunir, byrja að fjúka.“ Hann sagði ástandið hafa verið erfiðast á norðanverðu landinu um miðjan daginn og rafmagnsleysið hafi bætt gráu ofan á svart. „Að öðru leiti hefur þetta gengið nokkuð vel í dag enda var þetta mjög vel undirbúið. Því ber að fagna að allir hafi tekið mark á tilmælum sem hafa borist úr öllum áttum.“Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira