Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:23 Þingfundi var frestað í fjórgang í gær vegna nokkuð óvenjulegs uppátækis stjórnarandstöðunnar. Vísir/Elín Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. Með því að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær reyndi stjórnarandstaðan að beita forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana þrýstingi um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólahlé. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kveðst ósáttur með uppátækið. „Það voru tæplega 40 þingmenn, 38 þingmenn, skráðir í húsi þegar þessi atkvæðagreiðsla átti að hefjast sem var meira en nóg en undir 30 sem voru í salnum þannig að einhvers staðar var þessi hópur annars staðar en þar sem hann átti að vera,“ segir Steingrímur. Þar sem óvenju margir þingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki ánægður með þá uppákomu en erfi það svo sem ekkert ef menn komast aftur á rétt spor,“ segir Steingrímur. Þetta eigi sér nokkur en fá fordæmi en hann voni að þetta komi ekki fyrir aftur. Hann segir lög um þingsköp alveg skír hvað varðar skildu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt annarri málsgrein 78. greinar þingskaparlaga, þar segir einfaldlega skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu, nema hann hafi lögmæt forföll,“ segir Steingrímur. „Þetta er mjög mikilvæg skylda vegna þess að menn eiga ekki rétt á því að koma sér undan því að sýna afstöðu sína eða taka afstöðu til mála einmitt í atkvæðagreiðslum, það er jú í atkvæðagreiðslum sem þingið talar fyrst og fremst og þingviljinn er leiddur í ljós.“ Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. Með því að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær reyndi stjórnarandstaðan að beita forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana þrýstingi um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólahlé. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kveðst ósáttur með uppátækið. „Það voru tæplega 40 þingmenn, 38 þingmenn, skráðir í húsi þegar þessi atkvæðagreiðsla átti að hefjast sem var meira en nóg en undir 30 sem voru í salnum þannig að einhvers staðar var þessi hópur annars staðar en þar sem hann átti að vera,“ segir Steingrímur. Þar sem óvenju margir þingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki ánægður með þá uppákomu en erfi það svo sem ekkert ef menn komast aftur á rétt spor,“ segir Steingrímur. Þetta eigi sér nokkur en fá fordæmi en hann voni að þetta komi ekki fyrir aftur. Hann segir lög um þingsköp alveg skír hvað varðar skildu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt annarri málsgrein 78. greinar þingskaparlaga, þar segir einfaldlega skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu, nema hann hafi lögmæt forföll,“ segir Steingrímur. „Þetta er mjög mikilvæg skylda vegna þess að menn eiga ekki rétt á því að koma sér undan því að sýna afstöðu sína eða taka afstöðu til mála einmitt í atkvæðagreiðslum, það er jú í atkvæðagreiðslum sem þingið talar fyrst og fremst og þingviljinn er leiddur í ljós.“
Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06
Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29