Ull af feldfé er mjög vinsæl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2019 20:15 Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Það færist sífellt í aukana að sauðfjárbændur rækti feldfé en ull af slíku fé er eftirsótt af prjóna- og spunakonum, einkum vega mikils gljáa og þess hve fínt togið er. Áhugi á sauðfjárrækt er alltaf að aukast, ekki síst hjá tómstundasauðfjárbændum sem eru að prófa sig áfram með ræktunina. Kjartan Benediktsson á Hvolsvelli er ekki feiminn við að prófa eitthvað nýtt en hann hefur ræktað ferhyrnt fé í mörg ár með góðum árangri og svo er hann líka að rækta feldfé. Ullina af því fé notar konan hans Kristjana Jónsdóttir, alltaf köllu Sjana, til að prjóna fallegar flíkur en hún er mikill prjónasnillingur og hefur m.a. fengið verðlaun fyrir hönnun sína. „Þessar kindur eru allar af feldfé nema þessi hérna, þessi er bara veturgömul, hún er líka með forystugen, alveg afskaplega vitur,“ segir Kjartan. Hrútur frá Kjartani, sem er af feldfé.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kjartan er með mjög fallegan hrút, sem hann heldur mikið upp á. „Fernukollóttur kalla þeir það, hann er með ferhyrnd í sér en kemur með svona brúsk. Hann er af feldfé en ull af því fé sækjast hannyrðakonur mjög mikið í.“ Kristjana Jónsdóttir (Sjana), eiginkona Kjartans er mikil prjónakona og hefur m.a. hlotið verðlaun fyrir hönnun sína.Einkasafn Víða er farið að vinna ulla af feldfé enda mikil ánægja með það, og yfirleitt aðra ull af íslensku sauðkindinni. Það hefur sýnt sig á litasýningum sauðfjár þegar prjónakonur mæta á svæðið til að skoða ullina á fénu. En eftir hverju eru þær að sækjast? „Að hún sé þétt, glansandi og svona jafn litur á henni, liturinn skiptir líka máli þannig að það er svona hreyfingin í honum og gleðji augað,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir handverkskona og ullarsérfræðingur. Kjartan hefur gaman af því að rækta ferhyrnd fé, hér er fallegur mórauður hrútur frá honum, sem heitir Vafurlogi og er með glæsileg horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Dýr Landbúnaður Rangárþing eystra Prjónaskapur Handverk Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira