Slys varð á Breiðamerkurjökli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 16:25 Björgunarsveitir eru nú á leið niður af Breiðamerkurjökli með manninn sem slasaðist. aðsent/landsbjörg Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni austur að Breiðamerkurjökli en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan eitt í dag þegar íslenskur karlmaður féll á jöklinum og slasaðist. Maðurinn, sem er leiðsögumaður, var á göngu um jökulinn með hóp fólks þegar hann datt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður á jöklinum sérstaklega erfiðar. Búið sé að rigna töluvert sem geri jökulinn hálli en ella, lélegt skyggni sé og færð. Maðurinn hlaut opið beinbrot og er því mikið kvalinn. Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn náðu til hans upp úr klukkan þrjú og er verið að bera hann niður eins og er. Búið er að flytja hópinn sem hann var með niður af jöklinum. Notast verður við svokallaða svifnökkva þegar komið verður að Veðurárlóni sem er skammt frá slysstaðnum en það eru eins konar sjúkraflutningabörur með uppblásnum belgjum og stórri viftu sem auðvelda flutninginn yfir vatnið. Ferðin er þá mýkri og ekki eins sársaukafull fyrir manninn. Notast verður við svifnökkvann áleiðis að stað þar sem þyrla mun ná í hann. Davíð býst við því að þyrlan nái til þeirra fljótlega og flytji manninn á sjúkrahús þegar hún snýr aftur til Reykjavíkur. Verið er að bera manninn niður af jöklinum.aðsent/landsbjörg Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni austur að Breiðamerkurjökli en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan eitt í dag þegar íslenskur karlmaður féll á jöklinum og slasaðist. Maðurinn, sem er leiðsögumaður, var á göngu um jökulinn með hóp fólks þegar hann datt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður á jöklinum sérstaklega erfiðar. Búið sé að rigna töluvert sem geri jökulinn hálli en ella, lélegt skyggni sé og færð. Maðurinn hlaut opið beinbrot og er því mikið kvalinn. Björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn náðu til hans upp úr klukkan þrjú og er verið að bera hann niður eins og er. Búið er að flytja hópinn sem hann var með niður af jöklinum. Notast verður við svokallaða svifnökkva þegar komið verður að Veðurárlóni sem er skammt frá slysstaðnum en það eru eins konar sjúkraflutningabörur með uppblásnum belgjum og stórri viftu sem auðvelda flutninginn yfir vatnið. Ferðin er þá mýkri og ekki eins sársaukafull fyrir manninn. Notast verður við svifnökkvann áleiðis að stað þar sem þyrla mun ná í hann. Davíð býst við því að þyrlan nái til þeirra fljótlega og flytji manninn á sjúkrahús þegar hún snýr aftur til Reykjavíkur. Verið er að bera manninn niður af jöklinum.aðsent/landsbjörg
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Sjá meira