Piparkökuhúsasnillingur í Keflavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 20:00 Það kemur ekkert annað til greina hjá Finni Guðbergi Ívarssyni, nemenda í tíunda bekk Myllubakkaskóla í Keflavík en að verða bakari. Það skyldu engum undra því hæfileikar hans í bakstri eru ótrúlegir, ekki síst þegar kemur að piparkökuhúsum því hann bakaði nýlega og setti saman nákvæma eftirlíkingu af skólanum sínum í formi piparkökuhúss. Piparkökuhúsið hans Finns sem er af Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í Keflavík er til sýnis í matsal skólans og er nákvæm eftirlíking af skólanum. Finnur lág yfir teikningum af húsinu, mældi það allt upp og lagði margra vikna vinnu í undirbúning piparkökuhússins áður en baksturinn og samsetningin hófst. „Þetta er eitthvað í kringum fimmtán kíló af piparkökudeigi, kíló af súkkulaði og fimm hundruð grömm af flórsykri. Það var mjög mikill reikningur í þessu en þetta er fyrst og fremst rosalega mikil tímavinna“, segir Finnur. Piparkökuhúsið vekur mikla athygli í Myllubakkaskóla hjá nemendum og starfsfólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Finnur Guðberg er með skýr markmið hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en hann mun ljúka 10. bekk í Myllubakkaskóla næsta vor. „Já, þá fer ég á samning hjá Jóni Árelíus í Kökulist hér í Reykjanesbæ“. Umsjónarkennari Finns Guðbergs segir hann frábæran nemanda. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegur drengur, flottur nemandi sem stendur sig vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Piparkökuhúsið hans af Myllubakkaskóla er ótrúlega magnað“, segir Hildur María Magnúsdóttir, kennari. Piparkökuþorpið á heimili Finns í Keflavík, sem hann bakaði og setti saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki nóg með að Finnur Guðbergur sé með piparkökuhús í skólanum sínum því heima hjá honum er piparkökuþorp, sem hann bakaði og setti saman. Nokkur hús og kirkja sem prýða stofu heimilisins. Reykjanesbær Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Það kemur ekkert annað til greina hjá Finni Guðbergi Ívarssyni, nemenda í tíunda bekk Myllubakkaskóla í Keflavík en að verða bakari. Það skyldu engum undra því hæfileikar hans í bakstri eru ótrúlegir, ekki síst þegar kemur að piparkökuhúsum því hann bakaði nýlega og setti saman nákvæma eftirlíkingu af skólanum sínum í formi piparkökuhúss. Piparkökuhúsið hans Finns sem er af Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í Keflavík er til sýnis í matsal skólans og er nákvæm eftirlíking af skólanum. Finnur lág yfir teikningum af húsinu, mældi það allt upp og lagði margra vikna vinnu í undirbúning piparkökuhússins áður en baksturinn og samsetningin hófst. „Þetta er eitthvað í kringum fimmtán kíló af piparkökudeigi, kíló af súkkulaði og fimm hundruð grömm af flórsykri. Það var mjög mikill reikningur í þessu en þetta er fyrst og fremst rosalega mikil tímavinna“, segir Finnur. Piparkökuhúsið vekur mikla athygli í Myllubakkaskóla hjá nemendum og starfsfólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Finnur Guðberg er með skýr markmið hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en hann mun ljúka 10. bekk í Myllubakkaskóla næsta vor. „Já, þá fer ég á samning hjá Jóni Árelíus í Kökulist hér í Reykjanesbæ“. Umsjónarkennari Finns Guðbergs segir hann frábæran nemanda. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegur drengur, flottur nemandi sem stendur sig vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Piparkökuhúsið hans af Myllubakkaskóla er ótrúlega magnað“, segir Hildur María Magnúsdóttir, kennari. Piparkökuþorpið á heimili Finns í Keflavík, sem hann bakaði og setti saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki nóg með að Finnur Guðbergur sé með piparkökuhús í skólanum sínum því heima hjá honum er piparkökuþorp, sem hann bakaði og setti saman. Nokkur hús og kirkja sem prýða stofu heimilisins.
Reykjanesbær Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira