Æ algengara að Íslendingar fari út að borða á jólunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 17:00 Þótt erlendir ferðamenn séu flestir meðal gesta hótela og veitingahúsa á jólunum hefur nokkuð færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Vísir/Vilhelm Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer. Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer.
Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira