Mismunur á aksturskostnaði þingmanna vekur upp spurningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2019 14:30 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. vísir/vilhelm Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05