Fleiri sem þurfa að neita sér um tannlæknisþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2019 13:54 Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju. Vísir/vilhelm Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn. Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn.
Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira