Samherji „bara rétt að byrja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 09:53 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Rannsókn sem útgerðarfyrirtækið Samherji hrinti af stað vegna starfsemi sinnar í Namibíu „miðar ágætlega“. Þetta kemur fram í Þorláksmessubréfi til starfsmanna Samherja sem Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri birtir á vef fyrirtækisins í dag. Þar kemur einnig fram að málið hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. Í aðdraganda umfjöllunar um meinta brotastarfsemi Samherja í Namibíu tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að Wiborg Rein vinni á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í Namibíu.Sjá einnig: Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur segir í bréfi sínu til starfsmanna að rannsókninni miði ágætlega, líkt og áður sagði. Vonast sé til þess að niðurstöður hennar liggi fyrir fljótlega á nýju ári. Það sé markmið Samherja að „félagið standi af sér storminn og komi mun sterkara í gegnum hann.“ „Ég veit að sum ykkar vildu að Samherji svaraði ásökunum á hendur fyrirtækinu af meiri krafi. Ekki velkjast í neinum vafa um að við munum leiðrétta allar rangfærslur um félagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og það er fyrst og fremst ykkur að þakka,“ skrifar Björgólfur. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að fréttir af meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þá hefur Björgólfur sjálfur lýst því yfir að hann trúi því ekki að Samherji hafi greitt neinar mútur. Áðurnefndur Jóhannes sagði í Kastljósi fyrr í mánuðinum að slíkar yfirlýsingar úr herbúðum Samherja standist enga skoðun. Þá boðaði hann birtingu fleiri pósta um málefni Samherja. Þá ritaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks Björgólfi opið bréf í síðustu viku þar sem hann sagði ekkert mál að birta umrædda tölvupósta – en Björgólfur verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Rannsókn sem útgerðarfyrirtækið Samherji hrinti af stað vegna starfsemi sinnar í Namibíu „miðar ágætlega“. Þetta kemur fram í Þorláksmessubréfi til starfsmanna Samherja sem Björgólfur Jóhannsson starfandi forstjóri birtir á vef fyrirtækisins í dag. Þar kemur einnig fram að málið hafi ekki haft teljandi áhrif á reksturinn. Í aðdraganda umfjöllunar um meinta brotastarfsemi Samherja í Namibíu tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að Wiborg Rein vinni á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í Namibíu.Sjá einnig: Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur segir í bréfi sínu til starfsmanna að rannsókninni miði ágætlega, líkt og áður sagði. Vonast sé til þess að niðurstöður hennar liggi fyrir fljótlega á nýju ári. Það sé markmið Samherja að „félagið standi af sér storminn og komi mun sterkara í gegnum hann.“ „Ég veit að sum ykkar vildu að Samherji svaraði ásökunum á hendur fyrirtækinu af meiri krafi. Ekki velkjast í neinum vafa um að við munum leiðrétta allar rangfærslur um félagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem betur fer hefur þetta mál ekki haft teljandi áhrif á reksturinn og það er fyrst og fremst ykkur að þakka,“ skrifar Björgólfur. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að fréttir af meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu byggi á völdu efni úr pósthólfi Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þá hefur Björgólfur sjálfur lýst því yfir að hann trúi því ekki að Samherji hafi greitt neinar mútur. Áðurnefndur Jóhannes sagði í Kastljósi fyrr í mánuðinum að slíkar yfirlýsingar úr herbúðum Samherja standist enga skoðun. Þá boðaði hann birtingu fleiri pósta um málefni Samherja. Þá ritaði Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks Björgólfi opið bréf í síðustu viku þar sem hann sagði ekkert mál að birta umrædda tölvupósta – en Björgólfur verði helst að gefa grænt ljós á það sjálfur.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30 Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Björgólfur efast um að Samherjamálið byggi á heiðarlegri blaðamennsku Björgólfur Jóhannsson svarar Kristni Hrafnssyni. 19. desember 2019 14:30
Gerir lítið úr spurningum um hæfi sitt gagnvart Samherja Sjávarútvegsráðherra segist ekki ætla að stíga til hliðar og segir pólitík ástæðu þess að hæfi hans í málum sem tengjast Samherja sé dregið í efa. 22. desember 2019 11:49
Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00
Sigurður Ingi fer með Samherjamál í stað Kristjáns Þórs Málin tengjast öll útgerðarfyrirtækinu Samherja en Kristján Þór ákvað að segja sig frá þeim vegna vanhæfis. 20. desember 2019 14:32