Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 16:51 Fulltrúar talibana féllust í faðma eftir að þeir skrifuðu undir samkomulag um brotthvarf erlends herliðs við Bandaríkjastjórn í Doha í Katar á laugardag. Vísir/EPA Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58
Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04