Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 23:16 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira