Sóttkví komi ekki niður á fjárhag fólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 3. mars 2020 12:10 Fólk sem hefur ferðast um hættusvæði eins og Ítalíu hefur verið beðið um að halda sig heima í fjórtán daga. Deilt er um hvort þeir sem það gera án þess að veikjast sjálfir eigi rétt á veikindaleyfi á meðan. Vísir/Vilhelm Áhyggjur af fjárhag heimilisins mega ekki letja fólk í að verða við tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að sögn aðstoðarmanns landlæknis. Atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna greinir á um hvort fólk sem fer í sóttkví en veikist ekki sjálft á rétt á veikindaleyfi á meðan. Sérfræðingur í vinnurétti telur afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga. Heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks sem hefur ferðast um skilgreind hættusvæði vegna kórónuveirunnar eins og Ítalíu að það haldi sig heima í fjórtán daga. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í þannig sóttkví á Íslandi og hafa níu smit verið staðfest. Alþýðusamband Íslands, VR og Sameyki lýstu þeirri afstöðu sinni í gær að þeir sem gangast undir slíka sóttkví til að hefta útbreiðslu veirunnar en eru ekki smitaðir sjálfir eigi veikindarétt í skilningi kjarasamninga. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, var á öndverðum meiði. Hann sagði þá sem þyrftu í sóttkví hafa lögmæta fjarveru en að aðeins þeir sem veiktust ættu rétt á launum á meðan. Sjá einnig: Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að haft hafi verið samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Þeir hafi verið upplýstir um stöðuna sem er og þá sem getur orðið. „Við reiðum okkur á að ábyrgir aðilar taki ábyrga ákvörðun. Ég trúi ekki öðru en að þannig fari það,“ segir hann við Vísi. Spurður að því hvort að það geti ekki grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að fólk sem gæti verið smitberar haldi sig heima að það þurfi að gera það launalaust segir Kjartan Hreinn að það sé að sjálfsögðu ekki gott ef fólk hættir við að fara í sóttkví í stórum stíl vegna áhyggna af fjárhag heimilisins. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. „Fólk má ekki mikla fyrir sér að fara í sóttkví og það má ekki koma niður á fjárhag fólks. Við viljum ekki að það verði meiriháttar kvöð að fara í sóttkví,“ segir hann. Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir geti hins vegar ekki handstýrt því sem gerist á vinnumarkaði enda sé það ekki sérsvið þeirra. Kjartan Hreinn ítrekar þó að ekki megi vera neikvæður hvati sem letur fólk til að fara í sóttkví. Gæti komið til kasta félagsdóms Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, er ósammála túlkun Samtaka atvinnulífsins og telur fólk sem fer í sóttkví eiga rétt á launum í veikindum. „Ég lít svo á að þetta séu ekki einhvers konar hamfarir eins og jarðskjálfti eða eldgos heldur fyrst og fremst læknisfræðileg ráðgjöf sem fólk er að fylgja með því að mæta ekki í vinnu,“ segir Lára en Davíð frá SA líkti því að vera í sóttkví vegna kórónuveiru við það að komast ekki í vinnu vegna ófærðar. Telur Lára afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga þar sem hún geti stuðlað að því að fólk sem heilbrigðisyfirvöld vilja að haldi sig heima mæti í vinnu. Mál af þessu tagi gætu jafnvel ratað fyrir dómstóla. „Ég myndi telja að þetta séu mál sem félagsdómur gæti úrskurðað í. Félagsdómur er í aðstöðu til að taka svona mál í flýtimeðferð,“ segir Lára. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Verði atvinnulífinu dýrara Gylfi Magnússón, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur nálgun SA um að „hýrudraga“ þá sem sitja heima í sóttkví án þess að veikjast ekki gáfulega. Í Facebook-færslu segir hann að viðbúið sé að afleiðingarnar verði að fólk mæti í vinnuna þótt það eigi að vera í sóttkví. „Það verður mun dýrara fyrir atvinnulífið! Þetta er satt best að segja alveg snargalið,“ skrifar Gylfi. Uppfært 13:17 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að heilbrigðisyfirvöld mæltu með tólf daga sóttkví fyrir þá sem hafa ferðast um skilgreind hættusvæði. Það rétta er að mælt er með því að fólk haldi sig heima í fjórtán daga. Wuhan-veiran Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33 Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45 Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Áhyggjur af fjárhag heimilisins mega ekki letja fólk í að verða við tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að sögn aðstoðarmanns landlæknis. Atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna greinir á um hvort fólk sem fer í sóttkví en veikist ekki sjálft á rétt á veikindaleyfi á meðan. Sérfræðingur í vinnurétti telur afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga. Heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til fólks sem hefur ferðast um skilgreind hættusvæði vegna kórónuveirunnar eins og Ítalíu að það haldi sig heima í fjórtán daga. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í þannig sóttkví á Íslandi og hafa níu smit verið staðfest. Alþýðusamband Íslands, VR og Sameyki lýstu þeirri afstöðu sinni í gær að þeir sem gangast undir slíka sóttkví til að hefta útbreiðslu veirunnar en eru ekki smitaðir sjálfir eigi veikindarétt í skilningi kjarasamninga. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, var á öndverðum meiði. Hann sagði þá sem þyrftu í sóttkví hafa lögmæta fjarveru en að aðeins þeir sem veiktust ættu rétt á launum á meðan. Sjá einnig: Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir að haft hafi verið samráð við aðila vinnumarkaðarins við undirbúning fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Þeir hafi verið upplýstir um stöðuna sem er og þá sem getur orðið. „Við reiðum okkur á að ábyrgir aðilar taki ábyrga ákvörðun. Ég trúi ekki öðru en að þannig fari það,“ segir hann við Vísi. Spurður að því hvort að það geti ekki grafið undan tilmælum heilbrigðisyfirvalda um að fólk sem gæti verið smitberar haldi sig heima að það þurfi að gera það launalaust segir Kjartan Hreinn að það sé að sjálfsögðu ekki gott ef fólk hættir við að fara í sóttkví í stórum stíl vegna áhyggna af fjárhag heimilisins. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. „Fólk má ekki mikla fyrir sér að fara í sóttkví og það má ekki koma niður á fjárhag fólks. Við viljum ekki að það verði meiriháttar kvöð að fara í sóttkví,“ segir hann. Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir geti hins vegar ekki handstýrt því sem gerist á vinnumarkaði enda sé það ekki sérsvið þeirra. Kjartan Hreinn ítrekar þó að ekki megi vera neikvæður hvati sem letur fólk til að fara í sóttkví. Gæti komið til kasta félagsdóms Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, er ósammála túlkun Samtaka atvinnulífsins og telur fólk sem fer í sóttkví eiga rétt á launum í veikindum. „Ég lít svo á að þetta séu ekki einhvers konar hamfarir eins og jarðskjálfti eða eldgos heldur fyrst og fremst læknisfræðileg ráðgjöf sem fólk er að fylgja með því að mæta ekki í vinnu,“ segir Lára en Davíð frá SA líkti því að vera í sóttkví vegna kórónuveiru við það að komast ekki í vinnu vegna ófærðar. Telur Lára afstöðu Samtaka atvinnulífsins óábyrga þar sem hún geti stuðlað að því að fólk sem heilbrigðisyfirvöld vilja að haldi sig heima mæti í vinnu. Mál af þessu tagi gætu jafnvel ratað fyrir dómstóla. „Ég myndi telja að þetta séu mál sem félagsdómur gæti úrskurðað í. Félagsdómur er í aðstöðu til að taka svona mál í flýtimeðferð,“ segir Lára. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Verði atvinnulífinu dýrara Gylfi Magnússón, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur nálgun SA um að „hýrudraga“ þá sem sitja heima í sóttkví án þess að veikjast ekki gáfulega. Í Facebook-færslu segir hann að viðbúið sé að afleiðingarnar verði að fólk mæti í vinnuna þótt það eigi að vera í sóttkví. „Það verður mun dýrara fyrir atvinnulífið! Þetta er satt best að segja alveg snargalið,“ skrifar Gylfi. Uppfært 13:17 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að heilbrigðisyfirvöld mæltu með tólf daga sóttkví fyrir þá sem hafa ferðast um skilgreind hættusvæði. Það rétta er að mælt er með því að fólk haldi sig heima í fjórtán daga.
Wuhan-veiran Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33 Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45 Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 07:33
Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. 2. mars 2020 23:45
Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46
Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22
Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2. mars 2020 18:19